Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir málið. Við heyrum í Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formönnum stjórnarandstöðuflokka. Þá mætir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði í settið og rýnir í stöðuna.
Hátt í tvö þúsund manns hafa látist í átökum Hamas-liða og Ísraela. Farið verður yfir stöðu mála og við hittum einnig hópinn sem lenti í Keflavík í morgun eftir stutta för til Ísraels. Þau fögnuðu því að vera komin aftur heim.
Tannlæknar taka vikulega á móti börnum sem hafa jafnvel hlotið varanlegan tannskaða við íþróttaiðkun. Við kynnum okkur málið í kvöldfréttum og fylgjumst einnig með flugprófunum sem fóru fram í hvössum hliðarvindi á flugvellinum í Keflavík í dag.
Að loknum kvöldfréttum sýnum við hluta úr Pallborði dagsins þar sem heitar umræður sköpuðust um afsögn fjármálaráðherra.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.