Innlent

Bein út­sending: Ræða starf­semi Sam­keppnis­eftir­litsins

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins eru meðal gesta fundarins.
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins eru meðal gesta fundarins. Vísir/Vilhelm

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur í dag opinn fund um framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum – umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins.

Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan.

Gestir fundarins verða þau Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og svo Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og Sveinn Agnarsson, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins.

Lilja verður gestur fundarins klukkan 8:30 en þeir Páll Gunnar og Sveinn klukkan 9:10.

Samkeppniseftirlitið hefur mikið verið í fréttum síðustu mánuði, meðal annars vegna rannsókna á starfsemi flutningafyrirtækjanna Samskips og Eimskipa og athugunar á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×