Magnús Agnar dæmdur í átján mánaða bann í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 07:46 Magnús Agnar Margnússon með Hákoni Haraldssyni eftir að sá síðarnefndi skrifaði undir hjá Lille. @totalfl Íslenski umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon má ekki starfa í sænska fótboltanum næsta eina og hálfa árið. Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins. Sænski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Fotbollskanalen segir frá því að íslenski umboðsmaðurinn hafi verið dæmdur í bann fyrir ýmis brot og segir aganefnd sænska knattspyrnusambandsins að hann hafi meðal annars ekki fylgt viðeigandi reglugerð varðandi vernd ungra leikmanna. Magnús Agnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. AVSLÖJAR: SvFF stänger av agent - efter anmälan från Hugo Larsson SvFF ska utreda MFF-avtal.https://t.co/AT5JIO32LQ pic.twitter.com/6r2YaWocEM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 9, 2023 Magnús Agnar er að þjónusta marga íslenska og erlenda leikmenn og hefur einnig átt marga skjólstæðinga í sænska boltanum. Hann er nú í banni þar til í lok mars 2025 eftir ákvörðun aganefndar sænska sambandsins. Kvörtun hafði borist sambandinu frá Hugo Larsson, efnilegum miðjumanni, sem var keyptur til Eintracht Frankfurt í sumar. Magnús var umboðsmaður Larsson þar til síðasta vor þegar leikmaðurinn ákvað að losa sig undan samningnum. Hann skipti svo til Frankfurt um sumarið með nýjan umboðsmann. Ein af reglunum sem Magnús er dæmdur fyrir að hafa brotið er sú að hann var umboðsmaður leikmanns undir lögaldri og þá gerðist hann einnig sekur um að semja um greiðslu við leikmann undir lögaldri. Í kvörtuninni segir Larsson að Magnús hafi hótað sér lögsókn fyrir að segja upp samningnum sem var á milli þeirra. Magnús svaraði því með að segja að hann hafi upprunalega verið andvígur uppsögn á samningi vegna þess að það var rúmt ár eftir af samningstímanum, en hann hafi að lokum samþykkt uppsögnina í byrjun apríl. Magnús hefur talað um hlutverk Malmö FF í þessum samningsmálum og er sænska knattspyrnusambandið því með félagið til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til refsingar. Magnús hefur til 11. október til að áfrýja dómi aganefndar sænska sambandsins.
Sænski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira