Innlent

Tveir hand­teknir í tengslum við líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í hverfi 105 í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Tveir menn voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Þá var einn handtekinn í gærkvöldi vegna vörslu fíkniefna.

Önnur verkefni voru flest tengd umferðinni en einn var stöðvaður þar sem hann ók um og talaði í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Þá voru að minnsta kosti tveir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Tilkynningar bárust um þrjú umferðarslys, í öllum tilvikum varð eignatjón en aðeins minniháttar slys á ökumanni í einu tilviki.

Lögregla kom einnig að málum þar sem tilkynnt var um veikindi eða fólk í annarlegu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×