Innlent

Kannaðist ekki við að hafa ekið á súlu í annar­legu á­standi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla telur sig hafa haft hendur í hári ökumanns sem ók í annarlegu ástandi á súlu. Viðkomandi vildi þó ekki kannast við það.
Lögregla telur sig hafa haft hendur í hári ökumanns sem ók í annarlegu ástandi á súlu. Viðkomandi vildi þó ekki kannast við það. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag uppi á ökumanni sem grunaður var um að hafa ekið á súlu. Sá var grunaður um að hafa ekið í annarlegu ástandi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu fyrir verkefni dagsins frá klukkan fimm í morgun til fimm síðdegis. Þar segir að ökumaðurinn hafi ekki kannast við að hafa ekið á neitt, en þó viðurkenn að hafa ekið án ökuréttinda. 

Lögreglu barst einnig tilkynning um umferðarslys þar sem ökumaður reyndist ölvaður og gat ekki sýnt fram á ökuréttindi. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa. Lögregla hafði hendur í hári annars ökumanns sem reyndist ölvaður og án ökuréttinda. Sá var þó látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Eins var tilkynnt um umferðarslys þar sem ekið hafði verið á gangandi vegfaranda. Sá reyndist lítillega slasaður.

Þá fékk lögregla tilkynningu um innbrot í fyrirtæki í Reykjavík þar sem innbrotsþjófurinn hafði talsverða fjármuni á brott með sér. Samkvæmt dagbók lögreglu er málið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×