Innlent

Vopnað rán og ekið um með unga­barn í fanginu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglu barst tilkynning um vopnað rán í 105 í gærkvöldi eða nótt.
Lögreglu barst tilkynning um vopnað rán í 105 í gærkvöldi eða nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vopnað rán í póstnúmerinu 105. Var greint frá því að einstaklingur hefði ógnað öðrum með skotvopni og krafið um fjármuni.

Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Málið er í rannsókn.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um þjófnað í Kringlunni, eignarspjöll í póstnúmerinu 112 og eld í póstnúmerinu 110. Þá var tilkynnt um hugsanlega fíkniefnasölu en engar frekari upplýsingar um það mál er að finna í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Þrír voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum og þá barst lögreglu tilkynning um bifreið þar sem farþegi var sagður með ungabarn í fanginu. Það fylgir ekki sögunni hvort viðkomandi fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×