Verstappen á ráspól en titillinn gæti verið í höfn áður en lagt verður af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2023 11:30 Max Verstappen er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Mark Thompson/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í katarska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Það gæti þó verið að Hollendingurinn verði búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn áður en ökumenn leggja af stað. Verstappen tryggði sér ráspól í tímatökunum í gær með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 1:23,778, tæplega hálfri sekúndu hraðari en George Russell á Marcedes sem kom í mark á næst besta tímanum. Verstappen mun því ræsa fremstur í katarska kappakstrinum á morgun, Russell annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Liðsfélagi Verstappens á Red Bull, Sergio Perez, komst hins vegar ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir því þrettándi. Heimsmeistarinn Verstappen er með gríðarlega yfirburði í heimsmeistarakeppni ökumanna og er hann með 177 stiga forskot á liðsfélaga sinn fyrir kappakstur helgarinnar. Perez er sá eini sem á enn tölfræðilegan möguleika á að ná Verstappen, en Hollendingurinn þarf aðeins þrjú stig í viðbót til að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. Title #3 now loading...⏳@Max33Verstappen just needs to out-score his team mate by three points across the Qatar weekend to be crowned champion for the third time 👑👑👑#QatarGP #F1Sprint pic.twitter.com/SfzsLsRZgc— Formula 1 (@F1) October 2, 2023 Það þýðir að Verstappen getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn strax í dag, þrátt fyrir að keppnin sjálf sé ekki fyrr en á morgun. Það er vegna þess að í dag fer fram sprettkeppni þar sem hægt er að næla sér í allt að átta stig. Takist Verstappen að næla sér í þremur stigum meira en Perez í sprettkeppninni í dag er Hollendingurinn því heimsmeistari þriðja árið í röð og verður um leið sá fyrsti í sögunni til að tryggja sér heimsmeistaratitil í sprettkeppni. Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen tryggði sér ráspól í tímatökunum í gær með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 1:23,778, tæplega hálfri sekúndu hraðari en George Russell á Marcedes sem kom í mark á næst besta tímanum. Verstappen mun því ræsa fremstur í katarska kappakstrinum á morgun, Russell annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Liðsfélagi Verstappens á Red Bull, Sergio Perez, komst hins vegar ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir því þrettándi. Heimsmeistarinn Verstappen er með gríðarlega yfirburði í heimsmeistarakeppni ökumanna og er hann með 177 stiga forskot á liðsfélaga sinn fyrir kappakstur helgarinnar. Perez er sá eini sem á enn tölfræðilegan möguleika á að ná Verstappen, en Hollendingurinn þarf aðeins þrjú stig í viðbót til að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. Title #3 now loading...⏳@Max33Verstappen just needs to out-score his team mate by three points across the Qatar weekend to be crowned champion for the third time 👑👑👑#QatarGP #F1Sprint pic.twitter.com/SfzsLsRZgc— Formula 1 (@F1) October 2, 2023 Það þýðir að Verstappen getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn strax í dag, þrátt fyrir að keppnin sjálf sé ekki fyrr en á morgun. Það er vegna þess að í dag fer fram sprettkeppni þar sem hægt er að næla sér í allt að átta stig. Takist Verstappen að næla sér í þremur stigum meira en Perez í sprettkeppninni í dag er Hollendingurinn því heimsmeistari þriðja árið í röð og verður um leið sá fyrsti í sögunni til að tryggja sér heimsmeistaratitil í sprettkeppni.
Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira