Að vera nauðgað af kunningja reyndist ekki eina áfallið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2023 10:10 Fjölskylda og vinir Karenar búa flest fyrir norðan og þar hefur hún fest rætur. Hún hefur engu að síður velt fyrir sér þeim möguleika að flytja burt frá Akureyri. Samsett Karen Eir Valsdóttir varð fyrir hrottalegri nauðgun í september árið 2018. Gerandinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Hann afplánaði tuttugu daga á Hólmsheiði áður en hann var fór í opið úrræði á Kvíabryggju. Fyrir dyrum stendur færsla í rafrænt eftirlit. Karen segir erfitt að lýsa reiði sinni að sá sem braut á henni hafi þurft að dvelja tuttugu daga í lokuðu fangelsi. Undanfarin fimm ár hefur Karen Eir, sem búsett er á Akureyri, gengið í gegnum þungt og erfitt ákæru- og dómsferli og á sama tíma tekist á við afleiðingar hrottalegs ofbeldisverknaðar. Grét alla nóttina Það var aðfaranótt sunnudagsins 30. september 2018 sem líf Karenar breyttist til frambúðar. Hún þekkti gerandann, Arnar Snæ Pálsson frá fyrri tíð. Þau höfðu að hennar sögn verið kunningjar í nokkur ár. Fyrr um kvöldið fór hún á sveitaball í Skagafirði og á meðan því stóð spjölluðu þau á Snapchat. Þau ákváðu að hittast heima hjá Karen. Þau spjölluðu, eitt leiddi af öðru og þau enduðu uppi í rúmi. Kvöldinu örlagaríka og atburðum í kjölfarið er lýst í dómi Landsréttar. Þar kemur fram að þau hafi hafið samfarir með vilja beggja en það hafi fljótlega farið úr böndunum. Samfarirnar hafi orðið harkalegar og ofbeldisfullar af hálfu Arnars Snæs sem hafi haldið verknaðinum áfram þrátt fyrir að Karen hafi þrábeðið hann um að hætta. Lýsingarnar á verknaðinum í dómi héraðsdóms eru vægast sagt skelfilegar. Karen hefur sjálf ekki lesið dóminn. „Ég hef ekki treyst mér til þess og mig langar það ekki, enda er ég búin að upplifa allt sem kemur þarna fram.“ „Þetta gerðist allt svo rosalega hratt, og stigmagnaðist yfir í mjög gróft ofbeldi. Ég gerði mér ekki strax grein fyrir því hvað hafði gerst. Þetta var allt svo óraunverulegt. Ég grét alla nóttina; af sársauka, hræðslu og allskyns skrítnum tilfinningum.“ Karen leitaði ekki á neyðarmóttöku fyrr en tæpum sólarhring síðar, eftir að hafa tjáð systur sinni og vinkonu hvað gerst hafði. Í dómi héraðsdóms kemur fram að hún hafi meðal annars verið með marbletti og bitför á brjóstum og innanverðum lærum og mar á handleggjum. Eitt bitfarið hafi verið fjórar til fimm vikur að hverfa. Lamaðist og kom ekki upp orði Karen segist hafa verið lengi að meðtaka það sem gerðist. Hún átti erfitt að horfast í augu við að einhver sem hafði verið vinur hennar gæti brotið á henni með svo svívirðilegum hætti. Næstu vikur og mánuðir séu í algjörri móðu. „Ég man ekkert eftir þessum tíma, mánuðunum eftir að þetta gerðist. Ég er alveg tóm. Ég man ekkert eftir jólunum 2018.“ Í janúar 2019, tæpum fjórum mánuðum eftir nauðgunina, var Karen stödd í verslun á Akureyri. „Þá sá ég hann í fyrsta skipti eftir að þetta gerðist. Ég lamaðist alveg. Ég skildi ekkert hvað var að gerast, fæturnir gáfu sig og ég kom ekki upp orði.“ Karen segist seinna hafa gert sér grein fyrir, með tilstilli sálfræðings, að þarna hafi verið á ferð svæsin einkenni áfallastreituröskunar. „Í kjölfarið fór ég aðeins meira að „samþykkja“ þetta, viðurkenna fyrir sjálfri mér að það hafi virkilega verið brotið á mér,“ segir Karen. Hún segist lengi hafa verið tvístigandi að kæra verknaðinn, enda hafi hún verið meðvituð um að það tæki langan tíma og að ferlið væri þungt í vöfum. „En svo fékk ég bara eitthvað svona „móment“ og mig langaði til að gera þetta, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir aðra þolendur þarna úti.“ Tæpt ár leið þar til héraðsaksóknari gaf út ákæru í málinu. Karen segir það hafa verið annað áfall að ganga í gegnum ákæruferlið á sínum tíma en ferlið tók allt í allt tæp þrjú ár.Aðsend Sagði Karen hafa samþykkt ofbeldið „Ákæruferlið var í raun annað áfall ofan á allt hitt. Það er áfall að fara í gengum kerfið, hvort sem það endar með sakfellingu eða ekki. Ég var kominn á þann stað að mig langaði ekki lengur að vera til,“ segir Karen. Karen greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm á þessum tíma sem talið er vera bein afleiðing af áfallastreituröskum. Það er ekki óalgengt að langvarandi streita og álag valdi svæsnum líkamlegum einkennum. Hjá Karen lýsti þetta sér í bráðaofnæmiseinkennum. „Ég fór fyrst að fá þessi einkenni tæpum mánuði eftir að ég lagði fram kæruna. Ég byrjaði að fá kláða út um allan líkamann. Einn morguninn vaknaði ég og var öll stokkbólgin í framan, tungan og önnur vörin voru risastór og ég var eins og fílamaðurinn. Ég fór í gegnum tvö ár þar sem ég var stöðugt bólgin og með útbrot, nema þegar ég fór á mikla sterakúra.“ Karen er menntaður sjúkraliði og hefur undanfarin ár starfað i vaktavinnu við heimahjúkrun á Akureyri. Hún segir ólíklegt að hún muni einhvern tímann geta unnið fulla vinnu á ný. „Ég höndla bara ekki álagið.“ Þann 5.nóvember 2020 féll dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var Arnar Snær sakfelldur og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Fram kemur í dómnum að frásagnir Arnars Snæs og Karenar um atvik næturinnar fari saman að mestu leyti. Arnar Snær hélt því fram að Karen hefði veitt samþykki sitt fyrir verknaðinum. Hann sagðist samt hafa heyrt hana biðja hann um að hætta. Í niðurstöðu dómsin segir meðal annars: „Það er álit dómsins að ákærði hafi ekki getað litið svo á að brotaþoli hafi veitt samþykki sitt fyrir því að þola slíka hörku og þá ekki að honum væri heimilt að halda áfram kynferðislegum athöfnum eftir að hún bað hann að hætta.“ Fangelsið að HólmsheiðiVísir/Vilhelm Á öðrum stað kemur fram að athafnir Arnar Snæs hafi verið „grófar og ollu margvíslegum áverkum á brotaþola og höfðu alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu hennar.“ Landsréttur þyngdi dóminn Arnar Snær áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar og tæpu ári síðar, þann 22. október 2021, lá niðurstaða Landsréttar fyrir. Landsréttur þyngdi refsinguna og dæmdi Arnar Snæ í þriggja ára fangelsi. Í niðurstöðu Landsréttar segir meðal annars að „ákærða hlyti að hafa verið ljóst að samþykki brotaþola þyrfti fyrir þeim ofbeldisfullu kynferðislegu athöfnum sem hann við hafði gagnvart henni og að hann hafi með engu móti getað litið svo á að það lægi fyrir.“ Á öðrum stað segir: „Í þeim athöfnum sem samkvæmt framansögðu telst sannað að ákærði hafi viðhaft gagnvart brotaþola meðan á kynferðismökum þeirra stóð fólst gróft ofbeldi af hans hálfu.Þá er ekkert fram komið sem gefur ástæðu til að ætla að brotaþoli hafi með einum eða öðrum hætti samþykkt það. Svo sem áður er getið hefur ákærði þvert á móti gengist við því að brotaþoli hafi ítrekað gefið það til kynna að hún væri ekki samþykk því með hvaða hætti hann gengi fram gagnvart henni í kynferðismökum þeirra. Enda þótt ákærði hafi þá hverju sinni látið af yfirstandandi háttsemi sinni hélt ofbeldið áfram í annarri mynd allt þar til kynmökum lauk. Braut ákærði þannig með augljósum hætti gegn sjálfsákvörðunarrétti og kynfrelsibrotaþola meðan á kynferðismökum þeirra stóð.“ Á leið til Akureyrar á ný Karen segist hafa vitað fyrirfram að Arnar Snær myndi aldrei sitja inni allan refsitímann. Þann 4. ágúst í fyrra sendi hún póst á Fangelsismálastofnun og leitaði eftir svörum. Fékk hún þau svör að Arnar Snær væri kominn í afplánun en var neitað um upplýsingar um hvar hann afplánaði dóm sinn. Hún frétti utan úr bæ nokkru síðar að Arnar Snær væri komin í afplánun á Kvíabryggju, opið úrræði. Réttargæslumaður hennar fékk svo staðfest frá lögfræðingi Fangelsismálastofnunar að Arnar Snær hefði mætt til afplánunar á Kvíabryggju fyrr um sumarið, þann 28.júní. Jafnframt kom fram að ef „allt gengi vel og ekkert myndi koma upp á“ myndi hann hefja afplánun á áfangaheimili Verndar 28. júní 2023 og afplánun undir rafrænu eftirliti 25. nóvember 2023. Reynslulausn kæmi til skoðunar í maí 2024 en væri allt háð því að afplánunin gengi vel. Frá AkureyriArnar Halldórsson Í svari Fangelsismálastofnunar segir meðal annars: „Það er ekki svo að einhver ákveðinn brotaflokkur útiloki fólk frá því að vistast í opnu fangelsi og við mat á því hvort einstaklingur teljist hæfur er litið til nokkurra þátta áður en ákvörðun um flutning í opið á sér stað. Við val á því hvaða fangar vistast í opnum fangelsum er m.a. horft til aldurs þeirra, þess að þeir séu færir um að afplána við lágmarksgæslu og treystandi til að nýta þau réttindi sem þar eru, hegðunar o.fl. Þetta er vegið og metið í hverju tilviki.“ „Ef allt gengur vel“ Karen og réttargæslumaður hennar fengu á dögunum annan tölvupóst frá Fangelsismálastofnun þar sem fram kom að Arnar Snær hefði farið á áfangaheimilið Vernd þann 26. júní síðastliðinn. „Ef allt gengur vel“ eins og fram kemur í póstinum fer hann í afplánun undir rafrænu eftirliti þann 25.nóvember næstkomandi og verður síðan veitt reynslulausn þann 23.maí á næsta ári. Hún frétti af því á dögunum að hann hefði fest kaup á íbúð á Akureyri ásamt kærustu sinni. Þau eignuðust barn nokkrum mánuðum áður en Arnar Snær hóf afplánun. Í reglum Fangelsismálastofnunar um rafrænt eftirlit segir meðal annars: „Með rafrænu eftirliti er átt við afplánun utan fangelsis. Fangi dvelur á eigin heimili eða öðrum samþykktum dvalarstað og er gert að bera ökklaband til þess að hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Um afplánun undir rafrænu eftirliti gilda ákveðnar reglur sem fangi verður að framfylgja. Ber fanga m.a. að vera á dvalarstað sínum á kvöldin og yfir nóttina (á virkum dögum frá kl. 23:00 – 07:00 og laugardögum og sunnudögum frá kl. 21:00 – 07:00). Þá ber honum að sinna vinnu, námi eða einhvers konar verkefnum á virkum dögum, sem fangelsismálastofnun hefur samþykkt.“ Rafrænt eftirlit er einungis í boði fyrir þá sem hlotið hafa tólf mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm eða lengri og þarf Fangelsismálastofnun að samþykkja dvalarstað viðkomandi. Karen segir erfitt að lýsa reiðinni. Hún segist ómögulega geta skilið hvers vegna Arnar Snær hafi einungis þurft að afplána tuttugu daga í lokuðu fangelsi. „Þetta er svo ógeðslega sárt, mér líður eins og það sé verið að gera svo lítið úr skaðanum sem hann olli mér. Hann eyðilagði líf mitt. Hann eyðilagði „gömlu“ Karen gjörsamlega. Ég er ekki lengur sama manneskjan og ég var. Það tók mig svo þrjú ár að berjast fyrir rétti mínum, og þetta er niðurstaðan. Ég hef fengið að heyra það frá fólki að ég eigi að vera fegin yfir því að hann hafi nú allavega fengið dóm og kerfið hafi virkað, mér hafi verið trúað. Ég hef oft hugsað um þetta ferli sem ég er búin að ganga í gegnum, var það þess virði? Af hverju var ég að ganga í gegnum þetta allt?“ Heimilt að veita reynslulausn þó að um gróft brot sé að ræða Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga getur fangi, sem hefur afplánað tvo þriðju hluta refsitíma, fengið reynslulausn ef um hana er sótt. Heimilt er að veita fanga lausn til reynslu þegar helmingur refsitímans er liðinn, þrátt fyrir að hann afpláni refsingu fyrir alvarlegt eða að öðru leyti gróft afbrot, ef mjög sérstakar persónulegar ástæður mæla með því og framkoma og hegðun fanga í refsivistinni hefur verið með ágætum. Við val á því hvaða fangar vistast í opnum fangelsum er meðal annars horft til aldurs þeirra, þess að þeir séu færir um að afplána við lágmarksgæslu og treystandi til að nýta þau réttindi sem þar eru, s.s. aukið netaðgengi, að þeir séu að búa sig undir að ljúka refsivist, að þeir stundi vinnu eða nám og séu reiðubúnir til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins. Hefur íhugað að flytja Karen segist engu að síður vera stolt af sjálfri sér; fyrir að hafa staðið með sjálfri sér í gegnum allt saman. „Ég var þrautseig, og ég barðist fyrir mínu. Ég veit að það þarf alveg rosalega mikinn styrk til að komast í gegnum svona ferli, ákæruferlið og dómsferlið. En ég veit líka að það eru ekki þolendur eins og ég, það eru ekkert allir eins vel í stakk búnir til að takast á við þetta.“ Líkt og Karen bendir á eru þolendur kynferðisofbeldis í hlutverki vitnis í eigin málum og standi frammi fyrir mörgum hindrunum ef tekin er ákvörðun um að kæra. „Ég upplifði það sem þolandi að ég þyrfti að fitta inn í allskonar box. Þú færð til dæmis ekki val um sálfræðing eða réttargæslumann. Þegar mitt mál var fyrir dómi þurfti ég að fara sérstaklega fram á að gerandinn myndi ekki vera inn í dómsalnum þegar ég kæmi með minn vitnisburð, og þurfti að útvega vottorð sem sýndi fram á að það myndi trufla mína frásögn ef hann væri viðstaddur. Ég þurfti virkilega að berjast fyrir þessu öllu. Það eru ekkert allir þolendur sem hafa styrk í að gera það í þessum aðstæðum.“ Fjölskylda og vinir Karenar búa flest fyrir norðan og þar hefur hún fest rætur. Hún hefur engu að síður velt fyrir sér þeim möguleika að flytja burt frá Akureyri. „Ég hef alveg hugsað mér hvort ég ætti kannski bara að fara af því að ég veit ekki hvort ég treysti mér til að búa hérna lengur. Ég veit ekkert hvernig þetta á eftir að vera þegar hann verður kominn hingað. Ég veit að ég er sterkari en hann. Það er það eina sem ég veit. Og ég vona að hann muni ekki eyðileggja meira fyrir mér en hann hefur gert nú þegar.“ Kynferðisofbeldi Akureyri Dómsmál Helgarviðtal Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Sjá meira
Undanfarin fimm ár hefur Karen Eir, sem búsett er á Akureyri, gengið í gegnum þungt og erfitt ákæru- og dómsferli og á sama tíma tekist á við afleiðingar hrottalegs ofbeldisverknaðar. Grét alla nóttina Það var aðfaranótt sunnudagsins 30. september 2018 sem líf Karenar breyttist til frambúðar. Hún þekkti gerandann, Arnar Snæ Pálsson frá fyrri tíð. Þau höfðu að hennar sögn verið kunningjar í nokkur ár. Fyrr um kvöldið fór hún á sveitaball í Skagafirði og á meðan því stóð spjölluðu þau á Snapchat. Þau ákváðu að hittast heima hjá Karen. Þau spjölluðu, eitt leiddi af öðru og þau enduðu uppi í rúmi. Kvöldinu örlagaríka og atburðum í kjölfarið er lýst í dómi Landsréttar. Þar kemur fram að þau hafi hafið samfarir með vilja beggja en það hafi fljótlega farið úr böndunum. Samfarirnar hafi orðið harkalegar og ofbeldisfullar af hálfu Arnars Snæs sem hafi haldið verknaðinum áfram þrátt fyrir að Karen hafi þrábeðið hann um að hætta. Lýsingarnar á verknaðinum í dómi héraðsdóms eru vægast sagt skelfilegar. Karen hefur sjálf ekki lesið dóminn. „Ég hef ekki treyst mér til þess og mig langar það ekki, enda er ég búin að upplifa allt sem kemur þarna fram.“ „Þetta gerðist allt svo rosalega hratt, og stigmagnaðist yfir í mjög gróft ofbeldi. Ég gerði mér ekki strax grein fyrir því hvað hafði gerst. Þetta var allt svo óraunverulegt. Ég grét alla nóttina; af sársauka, hræðslu og allskyns skrítnum tilfinningum.“ Karen leitaði ekki á neyðarmóttöku fyrr en tæpum sólarhring síðar, eftir að hafa tjáð systur sinni og vinkonu hvað gerst hafði. Í dómi héraðsdóms kemur fram að hún hafi meðal annars verið með marbletti og bitför á brjóstum og innanverðum lærum og mar á handleggjum. Eitt bitfarið hafi verið fjórar til fimm vikur að hverfa. Lamaðist og kom ekki upp orði Karen segist hafa verið lengi að meðtaka það sem gerðist. Hún átti erfitt að horfast í augu við að einhver sem hafði verið vinur hennar gæti brotið á henni með svo svívirðilegum hætti. Næstu vikur og mánuðir séu í algjörri móðu. „Ég man ekkert eftir þessum tíma, mánuðunum eftir að þetta gerðist. Ég er alveg tóm. Ég man ekkert eftir jólunum 2018.“ Í janúar 2019, tæpum fjórum mánuðum eftir nauðgunina, var Karen stödd í verslun á Akureyri. „Þá sá ég hann í fyrsta skipti eftir að þetta gerðist. Ég lamaðist alveg. Ég skildi ekkert hvað var að gerast, fæturnir gáfu sig og ég kom ekki upp orði.“ Karen segist seinna hafa gert sér grein fyrir, með tilstilli sálfræðings, að þarna hafi verið á ferð svæsin einkenni áfallastreituröskunar. „Í kjölfarið fór ég aðeins meira að „samþykkja“ þetta, viðurkenna fyrir sjálfri mér að það hafi virkilega verið brotið á mér,“ segir Karen. Hún segist lengi hafa verið tvístigandi að kæra verknaðinn, enda hafi hún verið meðvituð um að það tæki langan tíma og að ferlið væri þungt í vöfum. „En svo fékk ég bara eitthvað svona „móment“ og mig langaði til að gera þetta, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir aðra þolendur þarna úti.“ Tæpt ár leið þar til héraðsaksóknari gaf út ákæru í málinu. Karen segir það hafa verið annað áfall að ganga í gegnum ákæruferlið á sínum tíma en ferlið tók allt í allt tæp þrjú ár.Aðsend Sagði Karen hafa samþykkt ofbeldið „Ákæruferlið var í raun annað áfall ofan á allt hitt. Það er áfall að fara í gengum kerfið, hvort sem það endar með sakfellingu eða ekki. Ég var kominn á þann stað að mig langaði ekki lengur að vera til,“ segir Karen. Karen greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm á þessum tíma sem talið er vera bein afleiðing af áfallastreituröskum. Það er ekki óalgengt að langvarandi streita og álag valdi svæsnum líkamlegum einkennum. Hjá Karen lýsti þetta sér í bráðaofnæmiseinkennum. „Ég fór fyrst að fá þessi einkenni tæpum mánuði eftir að ég lagði fram kæruna. Ég byrjaði að fá kláða út um allan líkamann. Einn morguninn vaknaði ég og var öll stokkbólgin í framan, tungan og önnur vörin voru risastór og ég var eins og fílamaðurinn. Ég fór í gegnum tvö ár þar sem ég var stöðugt bólgin og með útbrot, nema þegar ég fór á mikla sterakúra.“ Karen er menntaður sjúkraliði og hefur undanfarin ár starfað i vaktavinnu við heimahjúkrun á Akureyri. Hún segir ólíklegt að hún muni einhvern tímann geta unnið fulla vinnu á ný. „Ég höndla bara ekki álagið.“ Þann 5.nóvember 2020 féll dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var Arnar Snær sakfelldur og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Fram kemur í dómnum að frásagnir Arnars Snæs og Karenar um atvik næturinnar fari saman að mestu leyti. Arnar Snær hélt því fram að Karen hefði veitt samþykki sitt fyrir verknaðinum. Hann sagðist samt hafa heyrt hana biðja hann um að hætta. Í niðurstöðu dómsin segir meðal annars: „Það er álit dómsins að ákærði hafi ekki getað litið svo á að brotaþoli hafi veitt samþykki sitt fyrir því að þola slíka hörku og þá ekki að honum væri heimilt að halda áfram kynferðislegum athöfnum eftir að hún bað hann að hætta.“ Fangelsið að HólmsheiðiVísir/Vilhelm Á öðrum stað kemur fram að athafnir Arnar Snæs hafi verið „grófar og ollu margvíslegum áverkum á brotaþola og höfðu alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu hennar.“ Landsréttur þyngdi dóminn Arnar Snær áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar og tæpu ári síðar, þann 22. október 2021, lá niðurstaða Landsréttar fyrir. Landsréttur þyngdi refsinguna og dæmdi Arnar Snæ í þriggja ára fangelsi. Í niðurstöðu Landsréttar segir meðal annars að „ákærða hlyti að hafa verið ljóst að samþykki brotaþola þyrfti fyrir þeim ofbeldisfullu kynferðislegu athöfnum sem hann við hafði gagnvart henni og að hann hafi með engu móti getað litið svo á að það lægi fyrir.“ Á öðrum stað segir: „Í þeim athöfnum sem samkvæmt framansögðu telst sannað að ákærði hafi viðhaft gagnvart brotaþola meðan á kynferðismökum þeirra stóð fólst gróft ofbeldi af hans hálfu.Þá er ekkert fram komið sem gefur ástæðu til að ætla að brotaþoli hafi með einum eða öðrum hætti samþykkt það. Svo sem áður er getið hefur ákærði þvert á móti gengist við því að brotaþoli hafi ítrekað gefið það til kynna að hún væri ekki samþykk því með hvaða hætti hann gengi fram gagnvart henni í kynferðismökum þeirra. Enda þótt ákærði hafi þá hverju sinni látið af yfirstandandi háttsemi sinni hélt ofbeldið áfram í annarri mynd allt þar til kynmökum lauk. Braut ákærði þannig með augljósum hætti gegn sjálfsákvörðunarrétti og kynfrelsibrotaþola meðan á kynferðismökum þeirra stóð.“ Á leið til Akureyrar á ný Karen segist hafa vitað fyrirfram að Arnar Snær myndi aldrei sitja inni allan refsitímann. Þann 4. ágúst í fyrra sendi hún póst á Fangelsismálastofnun og leitaði eftir svörum. Fékk hún þau svör að Arnar Snær væri kominn í afplánun en var neitað um upplýsingar um hvar hann afplánaði dóm sinn. Hún frétti utan úr bæ nokkru síðar að Arnar Snær væri komin í afplánun á Kvíabryggju, opið úrræði. Réttargæslumaður hennar fékk svo staðfest frá lögfræðingi Fangelsismálastofnunar að Arnar Snær hefði mætt til afplánunar á Kvíabryggju fyrr um sumarið, þann 28.júní. Jafnframt kom fram að ef „allt gengi vel og ekkert myndi koma upp á“ myndi hann hefja afplánun á áfangaheimili Verndar 28. júní 2023 og afplánun undir rafrænu eftirliti 25. nóvember 2023. Reynslulausn kæmi til skoðunar í maí 2024 en væri allt háð því að afplánunin gengi vel. Frá AkureyriArnar Halldórsson Í svari Fangelsismálastofnunar segir meðal annars: „Það er ekki svo að einhver ákveðinn brotaflokkur útiloki fólk frá því að vistast í opnu fangelsi og við mat á því hvort einstaklingur teljist hæfur er litið til nokkurra þátta áður en ákvörðun um flutning í opið á sér stað. Við val á því hvaða fangar vistast í opnum fangelsum er m.a. horft til aldurs þeirra, þess að þeir séu færir um að afplána við lágmarksgæslu og treystandi til að nýta þau réttindi sem þar eru, hegðunar o.fl. Þetta er vegið og metið í hverju tilviki.“ „Ef allt gengur vel“ Karen og réttargæslumaður hennar fengu á dögunum annan tölvupóst frá Fangelsismálastofnun þar sem fram kom að Arnar Snær hefði farið á áfangaheimilið Vernd þann 26. júní síðastliðinn. „Ef allt gengur vel“ eins og fram kemur í póstinum fer hann í afplánun undir rafrænu eftirliti þann 25.nóvember næstkomandi og verður síðan veitt reynslulausn þann 23.maí á næsta ári. Hún frétti af því á dögunum að hann hefði fest kaup á íbúð á Akureyri ásamt kærustu sinni. Þau eignuðust barn nokkrum mánuðum áður en Arnar Snær hóf afplánun. Í reglum Fangelsismálastofnunar um rafrænt eftirlit segir meðal annars: „Með rafrænu eftirliti er átt við afplánun utan fangelsis. Fangi dvelur á eigin heimili eða öðrum samþykktum dvalarstað og er gert að bera ökklaband til þess að hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Um afplánun undir rafrænu eftirliti gilda ákveðnar reglur sem fangi verður að framfylgja. Ber fanga m.a. að vera á dvalarstað sínum á kvöldin og yfir nóttina (á virkum dögum frá kl. 23:00 – 07:00 og laugardögum og sunnudögum frá kl. 21:00 – 07:00). Þá ber honum að sinna vinnu, námi eða einhvers konar verkefnum á virkum dögum, sem fangelsismálastofnun hefur samþykkt.“ Rafrænt eftirlit er einungis í boði fyrir þá sem hlotið hafa tólf mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm eða lengri og þarf Fangelsismálastofnun að samþykkja dvalarstað viðkomandi. Karen segir erfitt að lýsa reiðinni. Hún segist ómögulega geta skilið hvers vegna Arnar Snær hafi einungis þurft að afplána tuttugu daga í lokuðu fangelsi. „Þetta er svo ógeðslega sárt, mér líður eins og það sé verið að gera svo lítið úr skaðanum sem hann olli mér. Hann eyðilagði líf mitt. Hann eyðilagði „gömlu“ Karen gjörsamlega. Ég er ekki lengur sama manneskjan og ég var. Það tók mig svo þrjú ár að berjast fyrir rétti mínum, og þetta er niðurstaðan. Ég hef fengið að heyra það frá fólki að ég eigi að vera fegin yfir því að hann hafi nú allavega fengið dóm og kerfið hafi virkað, mér hafi verið trúað. Ég hef oft hugsað um þetta ferli sem ég er búin að ganga í gegnum, var það þess virði? Af hverju var ég að ganga í gegnum þetta allt?“ Heimilt að veita reynslulausn þó að um gróft brot sé að ræða Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga getur fangi, sem hefur afplánað tvo þriðju hluta refsitíma, fengið reynslulausn ef um hana er sótt. Heimilt er að veita fanga lausn til reynslu þegar helmingur refsitímans er liðinn, þrátt fyrir að hann afpláni refsingu fyrir alvarlegt eða að öðru leyti gróft afbrot, ef mjög sérstakar persónulegar ástæður mæla með því og framkoma og hegðun fanga í refsivistinni hefur verið með ágætum. Við val á því hvaða fangar vistast í opnum fangelsum er meðal annars horft til aldurs þeirra, þess að þeir séu færir um að afplána við lágmarksgæslu og treystandi til að nýta þau réttindi sem þar eru, s.s. aukið netaðgengi, að þeir séu að búa sig undir að ljúka refsivist, að þeir stundi vinnu eða nám og séu reiðubúnir til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins. Hefur íhugað að flytja Karen segist engu að síður vera stolt af sjálfri sér; fyrir að hafa staðið með sjálfri sér í gegnum allt saman. „Ég var þrautseig, og ég barðist fyrir mínu. Ég veit að það þarf alveg rosalega mikinn styrk til að komast í gegnum svona ferli, ákæruferlið og dómsferlið. En ég veit líka að það eru ekki þolendur eins og ég, það eru ekkert allir eins vel í stakk búnir til að takast á við þetta.“ Líkt og Karen bendir á eru þolendur kynferðisofbeldis í hlutverki vitnis í eigin málum og standi frammi fyrir mörgum hindrunum ef tekin er ákvörðun um að kæra. „Ég upplifði það sem þolandi að ég þyrfti að fitta inn í allskonar box. Þú færð til dæmis ekki val um sálfræðing eða réttargæslumann. Þegar mitt mál var fyrir dómi þurfti ég að fara sérstaklega fram á að gerandinn myndi ekki vera inn í dómsalnum þegar ég kæmi með minn vitnisburð, og þurfti að útvega vottorð sem sýndi fram á að það myndi trufla mína frásögn ef hann væri viðstaddur. Ég þurfti virkilega að berjast fyrir þessu öllu. Það eru ekkert allir þolendur sem hafa styrk í að gera það í þessum aðstæðum.“ Fjölskylda og vinir Karenar búa flest fyrir norðan og þar hefur hún fest rætur. Hún hefur engu að síður velt fyrir sér þeim möguleika að flytja burt frá Akureyri. „Ég hef alveg hugsað mér hvort ég ætti kannski bara að fara af því að ég veit ekki hvort ég treysti mér til að búa hérna lengur. Ég veit ekkert hvernig þetta á eftir að vera þegar hann verður kominn hingað. Ég veit að ég er sterkari en hann. Það er það eina sem ég veit. Og ég vona að hann muni ekki eyðileggja meira fyrir mér en hann hefur gert nú þegar.“
Kynferðisofbeldi Akureyri Dómsmál Helgarviðtal Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Sjá meira