Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. október 2023 10:46 Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga mörgum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður og voru metin hættuleg. Vísir/Vilhelm Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga nokkrum tonnum af ýmiskonar matvælum sem fundust í geymslu í Reykjavík. Um er að ræða geymslurými í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20 í Reykjavík. Egill Þór Sigurðsson er eigandi eignarhaldsfélagsins Sigtúns ehf, sem á fasteignina á jarðhæð, 300 fermetra geymslu þar sem matvælin fundust. Í samtali við fréttastofu segist Egill í raun ekki hafa neina vitneskju um málið sem sé sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið til fyrirtækis að nafni Inter, sem er heildsala með tækjabúnað og rekstarvöru fyrir heilbrigðsstofnanir. Inter hafi svo leigt húsnæðið áfram til eiganda matvælanna fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að þeir tóku við húsnæðinu hafi kvartanir farið að berast frá nágrönnum vegna ólyktar. Aðspurður hvort staðið hafi til að segja upp leigusamningnum segir Egill að honum hafi skilist að aðilarnir væru á leiðinni út úr húsnæðinu. Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Inter ehf., vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fljótlega eftir að eigendur matvælanna tóku geymslu í Sóltúni á leigu, fóru nágrannar að kvarta vegna ólyktar. Vísir/Vilhelm Óvíst hvort matvælin séu í dreifingu Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í Reykjavík síðdegis í gær upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar í heild sinni. Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga nokkrum tonnum af ýmiskonar matvælum sem fundust í geymslu í Reykjavík. Um er að ræða geymslurými í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20 í Reykjavík. Egill Þór Sigurðsson er eigandi eignarhaldsfélagsins Sigtúns ehf, sem á fasteignina á jarðhæð, 300 fermetra geymslu þar sem matvælin fundust. Í samtali við fréttastofu segist Egill í raun ekki hafa neina vitneskju um málið sem sé sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið til fyrirtækis að nafni Inter, sem er heildsala með tækjabúnað og rekstarvöru fyrir heilbrigðsstofnanir. Inter hafi svo leigt húsnæðið áfram til eiganda matvælanna fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að þeir tóku við húsnæðinu hafi kvartanir farið að berast frá nágrönnum vegna ólyktar. Aðspurður hvort staðið hafi til að segja upp leigusamningnum segir Egill að honum hafi skilist að aðilarnir væru á leiðinni út úr húsnæðinu. Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Inter ehf., vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fljótlega eftir að eigendur matvælanna tóku geymslu í Sóltúni á leigu, fóru nágrannar að kvarta vegna ólyktar. Vísir/Vilhelm Óvíst hvort matvælin séu í dreifingu Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í Reykjavík síðdegis í gær upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar í heild sinni.
Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24
Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53
Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19