Handbolti

Haukar og Víkingur með sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Bragi var frábær í kvöld.
Guðmundur Bragi var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Haukar unnu öruggan 11 marka sigur á Gróttu í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 39-28. Nýliðar Víkings unnu frábæran útisigur á Selfossi, lokatölur 19-21.

Haukar lentu ekki í vandræðum með gestina frá Seltjarnarnesi og unnu að lokum mjög svo sannfærandi sigur, 39-28.

Össur Haraldsson var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk. Þar á eftir kom Guðmundur Bragi Ástþórsson með 7 mörk úr 7 skotum. Í markinu vörðu Aron Rafn Eðvarðsson og Magnús Gunnar Karlsson 12 skot.

Hannes Grimm og Ágúst Emil Grétarsson voru markahæstir með 5 mörk hvor hjá Gróttu. Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Shuhei Narayama samtals 6 skot.

Haukar eru í 4. sæti með sex stig. Grótta er í 7 sæti með fjögur stig.

Á Selfossi voru Víkingar í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu frábæran sigur, 19-21. Sveinn Andri Sveinsson var markahæstur með sex mörk í liði heimamanna. Vilius Rasimas varði sjö skot í markinu.

Halldór Ingi Jónasson og Agnar Ingi Rúnarsson skoruðu fimm mörk hvor í liði Víkings. Sverrir Andrésson varði 15 skot í markinu.

Víkingur er í 6. sæti með fjögur stig en Selfoss er á botninum án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×