Gekkst við „bossapartýi“ á leikskóla Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2023 16:22 Brotin áttu sér stað við leikskóla sumarið 2022. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot og kynferðislega áreitni gegn barni Ákvörðun um refsingu mannsins hefur verið frestað, og mun falla niður að fimm árum liðnum, en honum var gert að greiða þremur börnum miskabætur. Samkvæmt heimildum fréttastofu áttu brotin sér stað við leikskóla í Kópavogi. Þau áttu sér stað sumarið 2022. Maðurinn var ákærður fyrir að fá þrjú börn til að gyrða niður um sig og sýna á sér rassinn og gyrða niður um sjálfan sig og sýna börnunum rassinn á sér. Þetta hafi verið nefnt „bossapartý“. Í ákæru segir að maðurinn hafi með þessu sært blygðunarsemi barnanna og sýnt þeim ósiðlegt athæfi. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn sama barninu tvisvar. Í fyrra skiptið með því að nudda rassinn á barninu utanklæða og í seinna skiptið með því að fara innundir nærbuxur barnsins og káfa á kynfærum þess. Maðurinn játaði sök afdráttarlaust. Fram kom að hann hefur leitað sér aðstoðar í kjölfar brota sinna og þá segir að hann iðrist gjörða sinna. Hann er með hreinan sakaferil að baki. Í dómi segir að öll þau atriði horfi til refsimildunar. Með vísan til ungs aldurs mannsins og öllum atvikum málsins var ákveðið að ákvörðun um refsingu yrði frestað. Hún mun síðan falla niður að fimm árum liðnum. Foreldrar barnanna þriggja kröfðust miskabóta. Ein þeirra hljóðaði upp á tvær og hálfa milljón króna, en hinar tvær voru báðar upp á eina og hálfa milljón. Maðurinn gekkst við bótaskyldu en mótmælti fjárhæðunum. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að atvikið hafi valdið börnunum varanlegum miska. Því hefur manninum verið gert að greiða tveimur börnunum 50 þúsund krónur hvoru um sig. Og þriðja barninu 200 þúsund krónur. Dómsmál Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu áttu brotin sér stað við leikskóla í Kópavogi. Þau áttu sér stað sumarið 2022. Maðurinn var ákærður fyrir að fá þrjú börn til að gyrða niður um sig og sýna á sér rassinn og gyrða niður um sjálfan sig og sýna börnunum rassinn á sér. Þetta hafi verið nefnt „bossapartý“. Í ákæru segir að maðurinn hafi með þessu sært blygðunarsemi barnanna og sýnt þeim ósiðlegt athæfi. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn sama barninu tvisvar. Í fyrra skiptið með því að nudda rassinn á barninu utanklæða og í seinna skiptið með því að fara innundir nærbuxur barnsins og káfa á kynfærum þess. Maðurinn játaði sök afdráttarlaust. Fram kom að hann hefur leitað sér aðstoðar í kjölfar brota sinna og þá segir að hann iðrist gjörða sinna. Hann er með hreinan sakaferil að baki. Í dómi segir að öll þau atriði horfi til refsimildunar. Með vísan til ungs aldurs mannsins og öllum atvikum málsins var ákveðið að ákvörðun um refsingu yrði frestað. Hún mun síðan falla niður að fimm árum liðnum. Foreldrar barnanna þriggja kröfðust miskabóta. Ein þeirra hljóðaði upp á tvær og hálfa milljón króna, en hinar tvær voru báðar upp á eina og hálfa milljón. Maðurinn gekkst við bótaskyldu en mótmælti fjárhæðunum. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að atvikið hafi valdið börnunum varanlegum miska. Því hefur manninum verið gert að greiða tveimur börnunum 50 þúsund krónur hvoru um sig. Og þriðja barninu 200 þúsund krónur.
Dómsmál Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira