Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2023 10:49 Sjáland var opnaður í maí 2020. vísir/Vilhelm Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. Húsnæðið er í eigu Arnarnesvogs ehf. sem hefur leigt veitingareksturinn til Gourmet ehf. Groumet ehf. er í eigu Stefáns Magnússonar sem hefur jafnframt komið að rekstri Reykjavík Meat og Mathúsi Garðabæjar. Símon Sigurður Pálsson, einn eigenda Arnarnesvogs, segir veitingastaðnum hafa verið lokað í fyrradag. Veitingastaðurinn hafi verið settur í þrot vegna skattaskuldar. Við það tilefni hafi skiptastjóri tekið húsnæðið í heild yfir. Þessi miði blasir við þeim sem mæta á Sjáland í dag.Vísir „Skiptastjóri hefur umsjón með öllu innandyra. Stefán Magnússon á húsgögn þar inni, borð og stóla,“ segir Símon Sigurður. Hræðileg staða komin upp Sjáland var að einhverju leyti tvískiptur staður. Veitingastaður öðru megin og svo veislusalur hinu megin þó stundum hafi starfsemi flætt á milli rýma. Veislusalurinn var leigður út fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og fleira. Símon Sigurður segir stöðuna sem upp sé komin alveg hræðilega. „Það eru margar giftingar fram undan,“ segir Símon Sigurður. Allt sé dálítið upp í loft og óvíst hvenær eigendur húsnæðisins fá það aftur í sínar hendur. „Vonandi tekur þetta sem stystan tíma. Það eru margir sem vilja þarna inn enda er þetta góður staður.“ Eigendur Arnarnesvogar ehf. og Gourmet ehf. hafa deilt um húsaleigu um nokkra hríð meðal annars vegar ástandsins sem skapaðist í kórónuveirufaraldrinum. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að eigendur Arnarnesvogar ehf. hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Gjaldþrot Garðabær Veitingastaðir Brúðkaup Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Húsnæðið er í eigu Arnarnesvogs ehf. sem hefur leigt veitingareksturinn til Gourmet ehf. Groumet ehf. er í eigu Stefáns Magnússonar sem hefur jafnframt komið að rekstri Reykjavík Meat og Mathúsi Garðabæjar. Símon Sigurður Pálsson, einn eigenda Arnarnesvogs, segir veitingastaðnum hafa verið lokað í fyrradag. Veitingastaðurinn hafi verið settur í þrot vegna skattaskuldar. Við það tilefni hafi skiptastjóri tekið húsnæðið í heild yfir. Þessi miði blasir við þeim sem mæta á Sjáland í dag.Vísir „Skiptastjóri hefur umsjón með öllu innandyra. Stefán Magnússon á húsgögn þar inni, borð og stóla,“ segir Símon Sigurður. Hræðileg staða komin upp Sjáland var að einhverju leyti tvískiptur staður. Veitingastaður öðru megin og svo veislusalur hinu megin þó stundum hafi starfsemi flætt á milli rýma. Veislusalurinn var leigður út fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og fleira. Símon Sigurður segir stöðuna sem upp sé komin alveg hræðilega. „Það eru margar giftingar fram undan,“ segir Símon Sigurður. Allt sé dálítið upp í loft og óvíst hvenær eigendur húsnæðisins fá það aftur í sínar hendur. „Vonandi tekur þetta sem stystan tíma. Það eru margir sem vilja þarna inn enda er þetta góður staður.“ Eigendur Arnarnesvogar ehf. og Gourmet ehf. hafa deilt um húsaleigu um nokkra hríð meðal annars vegar ástandsins sem skapaðist í kórónuveirufaraldrinum. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að eigendur Arnarnesvogar ehf. hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins.
Gjaldþrot Garðabær Veitingastaðir Brúðkaup Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira