Bílabrunarnir á Akureyri: Karlmaður kærður fyrir hótanir í garð sakbornings Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. október 2023 19:05 Tveir bílabrunar urðu á Akureyri um miðjan september. Grunað er að um íkveikjur ræði. Vísir/Vilhelm Foreldrar sautján ára stráks sem grunaður er um eina af tveimur meintum íkveikjum á Akureyri um miðjan september hafa kært karlmann fyrir hótanir í garð stráksins í aðdraganda brunanna. Eigendur bíla sem urðu fyrri íkveikjunni að bráð hafa enn ekki verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Aðfaranótt 8. september var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um eldsvoða í bifreið í Naustahverfi. Sjö klukkustundum síðar var tilkynnt um annan bílaruna í sama hverfi. Lögregla handtók fimm manns í tengslum við málið, en talið er að um íkveikjur ræði. Í tilkynningu sagðist lögregla sjá fram á umfangsmikla rannsókn. Lögreglan á Norðurlandi Eystra staðfesti við RÚV, sem greindi fyrst frá, að tveimur þeirra sem handteknir voru var sleppt daginn eftir og hinir þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn þeirra er sautján ára drengur en hann var vistaður í úrræði á vegum barnaverndar. Drengurinn er grunaður um aðild að fyrri íkveikjunni en samkvæmt verjanda hans neitar hann sök. Sigurður Freyr Sigurðsson, verjandi stráksins, staðfesti í samtali við Vísi að enginn þeirra bíleigenda sem urðu fyrir fyrri brunanum hafi verið boðaðir í skýrslutöku og að bíll í eigu foreldra drengsins hafi brunnið. Foreldrarnir hafi nú engar upplýsingar um gang mála. Þá staðfesti hann að foreldrar drengsins hafi lagt fram kæru á hendur karlmanns fyrir hótanir í garð hans í aðdraganda brunans. Hótanirnar hafi bæði komið fram í samfélagsmiðlafærslu og í símtölum. Maðurinn á að hafa birt mynd af drengnum og sagt eitthvað í þá átt að hann ætti stefnumót með honum. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra sagði lögreglu hafa talað við alla sem málið snertir, í samtali við RÚV. Þá gat hann ekki tjáð sig um hvort lögregla ætti eftir að boða einhvern í skýrslutöku á ný. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Aðfaranótt 8. september var lögreglunni á Akureyri tilkynnt um eldsvoða í bifreið í Naustahverfi. Sjö klukkustundum síðar var tilkynnt um annan bílaruna í sama hverfi. Lögregla handtók fimm manns í tengslum við málið, en talið er að um íkveikjur ræði. Í tilkynningu sagðist lögregla sjá fram á umfangsmikla rannsókn. Lögreglan á Norðurlandi Eystra staðfesti við RÚV, sem greindi fyrst frá, að tveimur þeirra sem handteknir voru var sleppt daginn eftir og hinir þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn þeirra er sautján ára drengur en hann var vistaður í úrræði á vegum barnaverndar. Drengurinn er grunaður um aðild að fyrri íkveikjunni en samkvæmt verjanda hans neitar hann sök. Sigurður Freyr Sigurðsson, verjandi stráksins, staðfesti í samtali við Vísi að enginn þeirra bíleigenda sem urðu fyrir fyrri brunanum hafi verið boðaðir í skýrslutöku og að bíll í eigu foreldra drengsins hafi brunnið. Foreldrarnir hafi nú engar upplýsingar um gang mála. Þá staðfesti hann að foreldrar drengsins hafi lagt fram kæru á hendur karlmanns fyrir hótanir í garð hans í aðdraganda brunans. Hótanirnar hafi bæði komið fram í samfélagsmiðlafærslu og í símtölum. Maðurinn á að hafa birt mynd af drengnum og sagt eitthvað í þá átt að hann ætti stefnumót með honum. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra sagði lögreglu hafa talað við alla sem málið snertir, í samtali við RÚV. Þá gat hann ekki tjáð sig um hvort lögregla ætti eftir að boða einhvern í skýrslutöku á ný.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira