Viðskipti innlent

Haukur Örn og Ingvar Smári opna lög­manns­stofu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Haukur Örn Birgisson og Ingvar Smári Birgisson störfuðu áður saman á Íslensku lögfræðistofunni.
Haukur Örn Birgisson og Ingvar Smári Birgisson störfuðu áður saman á Íslensku lögfræðistofunni.

FIRMA lög­menn hafa tekið til starfa í Reykja­vík. Eig­endur lög­manns­stofunnar eru Haukur Örn Birgis­son hrl. og Ingvar Smári Birgis­son, lög­maður, en þeir störfuðu áður saman á Ís­lensku lög­fræði­stofunni. FIRMA lög­menn veita al­hliða lög­fræði­þjónustu með sér­hæfingu í þjónustu við at­vinnu­lífið.

Þetta kemur fram í til­kynningu. Þar segir að lög­menn stofunnar hafi mikla reynslu af lög­manns­störfum við úr­lausn flókinna við­fangs­efna, bæði innan og utan dóms­kerfisins. Haukur Örn Birgis­son hefur verið með mál­flutnings­réttindi frá 2005 og var ný­lega kjörinn í stjórn Ís­lands­banka.

Haukur hefur um­tals­verða reynslu af mál­flutningi og fjöl­breytta reynslu úr stjórn­sýslunni en hann sinnir einnig störfum sem for­maður úr­skurðar­nefndar um sann­girnis­bætur. Þá var hann áður for­maður endur­upp­töku­nefndar frá 2017-2021 og for­seti Golf­sam­bands Ís­lands frá 2013-2021, þar af for­seti Evrópska Golf­sam­bandsins frá 2019-2021.

Ingvar Smári hóf fyrst störf hjá Nor­dik lög­fræði­þjónustu árið 2016, sem sér­hæfir sig í fyrir­tækja­rétti, en færði sig svo árið 2019 á Ís­lensku lög­fræði­stofuna og hlaut sama ár mál­flutnings­réttindi. Ingvar hóf störf sem að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra árið 2022 og snýr nú aftur til lög­manns­starfa. Ingvar gegnir einnig vara­for­mennsku í stjórn Ríkis­út­varpsins ohf. og mats­nefnd eignar­náms­bóta. Þá var hann for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæðis­manna á árunum 2017-2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×