Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.
Hann var forseti deildar dómstólsins fyrir fiskveiðideilur árin 2017-2020 og gegndi embætti varaforseta dómstólsins 2020-2023. Tómas var áður þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins frá árinu 1996 til ársins 2014 og var skipaður sendiherra það ár.
Þá gegnir Tómas starfi forstöðumanns Hafréttarstofnunar Íslands samhliða dómarastarfinu og á sæti í stjórn Ródos-akademíunnar í hafrétti. Hann kennir hafrétt við lagadeild Háskóla Íslands sem og við fjölda annarra háskóla og heldur reglulega fyrirlestra á þessu sviði víða um heim. Hann hefur ritað fjölda bóka og fræðigreina á sviði hafréttar.