Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 15:45 Kristrún Frostadóttir segir að markmiðin endurspegli raunhæfar væntingar fólks um gerlegar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. „Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins. Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Sjá meira
„Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins.
Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Sjá meira