Sýslumaður á Suðurlandi aftur orðinn sýslumaður í Vestmannaeyjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2023 11:25 Kristín Þórðardóttir hefur aftur verið skipuð tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum, samhliða því að vera sýslumaður á Suðurlandi. Vísir/Ívar Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, hefur verið sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Skipunin nær frá 1. október til þess 30. september á næsta ári og mun Kristín gegna báðum embættum á þessum tíma. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að tilefnið sé beiðni Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, sem skipuð var í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020, um lausn frá embætti. Arndís verður aðallögfræðingur og verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kristín er tímabundið sett sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það gerðist einnig í janúar árið 2019. Þá mótmælti bæjarstjórn Vestmannaeyja og sagði bæjarstjóri að ekkert samráð hefði verið haft við bæjaryfirvöld. Á vef stjórnarráðsins segir að sú ákvörðun að setja sýslumann yfir tvö embætti samræmist áherslum Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í málefnum sýslumanna. Þar á meðal að unnið verði að því að fella niður áhrif umdæmismarka gagnvart almenningi. Kemur ennfremur fram að ráðherrann hafi þann 22. september síðastliðinn, á sýslumanndeginum, sem er sameiginlegur fræðsludagur sýslumannsembættanna, tilkynnt starfsfólki að hún hygðist fylgja eftir fyri stefnumótunarvinnu. Setningar sýslumanna í laus embætti væri leið sem hún hefði áhuga á að nýta sér til að ná þeim markmiðum. Vistaskipti Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. 22. september 2023 11:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að tilefnið sé beiðni Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, sem skipuð var í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020, um lausn frá embætti. Arndís verður aðallögfræðingur og verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kristín er tímabundið sett sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það gerðist einnig í janúar árið 2019. Þá mótmælti bæjarstjórn Vestmannaeyja og sagði bæjarstjóri að ekkert samráð hefði verið haft við bæjaryfirvöld. Á vef stjórnarráðsins segir að sú ákvörðun að setja sýslumann yfir tvö embætti samræmist áherslum Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í málefnum sýslumanna. Þar á meðal að unnið verði að því að fella niður áhrif umdæmismarka gagnvart almenningi. Kemur ennfremur fram að ráðherrann hafi þann 22. september síðastliðinn, á sýslumanndeginum, sem er sameiginlegur fræðsludagur sýslumannsembættanna, tilkynnt starfsfólki að hún hygðist fylgja eftir fyri stefnumótunarvinnu. Setningar sýslumanna í laus embætti væri leið sem hún hefði áhuga á að nýta sér til að ná þeim markmiðum.
Vistaskipti Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. 22. september 2023 11:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. 22. september 2023 11:53