Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. október 2023 09:01 Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Ég hef sýnt það í mínu starfi að ég get starfað og náð árangri í að vinna fyrir hagsmunum fatlaðs fólks. Á næstu dögum mun ég kynna mínar megináherslur nái ég kjöri sem formaður. Megináherslur Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna umréttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Skilningur stjórnvalda á fötlun innan skortir. Ósýnileg fötlun og langvinnir sjúkdómar virðast ekki teljast með. Því þarf að breyta. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Fyrsta áherslumálið mitt eru málefni fatlaðra barna og ungmenna Við þurfum að tryggja snemmtæka íhlutun fyrir börnin okkar og grípa inn í áður en í óefni er komið, tryggja tækifæri fatlaðra barna, ungmenna og ungs fólks til jafns við aðra. Við verðum að berjast gegn allt of löngum biðlistum og tryggja skilning á nauðsyn þjónustunnar, sem kemur í veg fyrir að börnin okkar heltist úr lest jafnaldra sinna. Slíkt hefur alvarlegar afleiðingar. Ólíðandi er að börn séu að bíða í allt að tvö ár eftir tiltekinni greiningu en eftir greiningu tekur við annars konar bið eftir viðeigandi þjónustu. Líðan, ástand og óvissa getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börnin sem og fjölskyldur þeirra. Við eigum sögu um fötluð börn sem stjórnvöld sinntu ekki sem skildi og urðu síðar viðfangsefni annarra kerfa og samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja samfélag þar sem viðgengst að börn falli á milli skips og bryggju á endalausum biðlista eftir greiningu, eftir meðferð, eða viðeigandi stuðningi. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október. Ég hef sýnt það í mínu starfi að ég get starfað og náð árangri í að vinna fyrir hagsmunum fatlaðs fólks. Á næstu dögum mun ég kynna mínar megináherslur nái ég kjöri sem formaður. Megináherslur Íslenskt stjórnvöld þurfa að grípa fyrr inn í hjá fötluðum börnum. Burt með biðlista og tryggjum að enginn dragist aftur úr. Hvergi verði gefið eftir í þeirri kröfu að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna umréttindi fatlaðs fólks. Besti árangur næst með góðri samvinnu og samtali við stjórnvöld, stofnanir og samfélagið. Við stöndum á staðreyndum og stefnumálum – en ekki í stríði. ÖBÍ þarf að starfa vel með sínum aðildarfélögum og hlusta á þeirra sjónarmið. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur. Skilningur stjórnvalda á fötlun innan skortir. Ósýnileg fötlun og langvinnir sjúkdómar virðast ekki teljast með. Því þarf að breyta. Framfærsla er grundvöllur lífs. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu sem hefur áhrif á öll. Fyrsta áherslumálið mitt eru málefni fatlaðra barna og ungmenna Við þurfum að tryggja snemmtæka íhlutun fyrir börnin okkar og grípa inn í áður en í óefni er komið, tryggja tækifæri fatlaðra barna, ungmenna og ungs fólks til jafns við aðra. Við verðum að berjast gegn allt of löngum biðlistum og tryggja skilning á nauðsyn þjónustunnar, sem kemur í veg fyrir að börnin okkar heltist úr lest jafnaldra sinna. Slíkt hefur alvarlegar afleiðingar. Ólíðandi er að börn séu að bíða í allt að tvö ár eftir tiltekinni greiningu en eftir greiningu tekur við annars konar bið eftir viðeigandi þjónustu. Líðan, ástand og óvissa getur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir börnin sem og fjölskyldur þeirra. Við eigum sögu um fötluð börn sem stjórnvöld sinntu ekki sem skildi og urðu síðar viðfangsefni annarra kerfa og samfélagsins. Við eigum ekki að samþykkja samfélag þar sem viðgengst að börn falli á milli skips og bryggju á endalausum biðlista eftir greiningu, eftir meðferð, eða viðeigandi stuðningi. Höfundur er lögfræðingur og í kjöri til formanns ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar