Fótbolti

Sara Björk sá rautt í öruggum sigri Juventus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Byrjunarlið Juventus í kvöld.
Byrjunarlið Juventus í kvöld. @JuventusFCWomen

Sara Björk Gunnarsdóttir fékk tvö gul spjöld og þar með rautt þegar Juventus lagði Sampdoria 4-1 í Serie A kvenna, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Juventus hóf leikinn af miklum krafti og kom Maelle Garbino heimakonum yfir um miðbik fyrri hálfleiks, staðan 1-0 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af honum fékk Sara Björk fyrra gula spjaldið sitt.

Skömmu síðar skoraði Juventus tvívegis á þriggja mínútna kafla skömmu síðar. Lineth Beerensteyn kom heimaliðinu yfir og Cristiana Girelli tvöfaldaði forystuna. Skömmu eftir það fékk Sara Björk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Það kom ekki að sök þar sem Beerensteyn skoraði annað mark sitt og fjórða mark Juventus á 77. mínútu leiksins. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus hefur unnið báða leiki sína í deildinni á tímabilinu líkt og Roma.

Karlalið Juventus spilaði einnig í kvöld en liðið gerði markalaust jafntefli við Atalanta. Liðið er í 4. sæti með 14 stig að loknum sjö leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×