Erlent

Tala látinna á Spáni komin í þrettán

Árni Sæberg skrifar
Eldurinn kviknaði á skemmtistöðum í Múrsía.
Eldurinn kviknaði á skemmtistöðum í Múrsía. Javi Carrio/Getty

Þrettán eru látnir hið minnsta eftir eldsvoða á þremur samliggjandi skemmtistöðum í Múrsía á  Spáni.

Í tilkynningu frá almannavörnum Spánar segir að fjölda fólks sé enn leitað eftir brunann og því líkur á því að tala látinna fari enn hækkandi.

Í frétt Reuters um brunann er haft eftir Diego Seral, starfsmanni lögreglunnar á Spáni, að allir hinir látnu hafi fundist á sama skemmtistaðnum, sem hafi farið verst út úr brunanum. Þak staðarins hafi hrunið, sem geri leit að fólki erfiðari.

Þá er haft eftir honum að eldsupptök séu enn ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×