Jóni Steinari svarað Sævar Þór Jónsson skrifar 1. október 2023 13:00 Föstudaginn síðasta, 29. september sl., birti ég greinarkorn undir fyrirsögninni: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Þar fjallaði ég m.a. um gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi Hæstaréttardómara á tilteknum fréttaflutningi RÚV. Ekki stóð á viðbrögðum Jóns Steinars við grein minni sem svaraði nánast um hæl. Hann aftur á móti fór fram úr sér í svari sínu og gerði mér upp skoðanir, sem mér þykir miður af mínum gamla kennara. Jón dregur stórar ályktanir af litlu tilefni í svörum sínum og segir að svo virðist sem ég vilji breyta hegningarlögum á þá leið að refsa megi ósakhæfum einstaklingum vegna óskar brotaþola um það. Meiri að segja fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sá sig knúinn til að gera hið sama í athugasemdakerfum Facebook. Hvergi í grein minni er því haldið fram að breyta þurfi þeirri reglu að ósakhæfum einstaklingum sé ekki gerð refsing og það er fjarstæðukennt af Jóni að halda því fram að það hafi verið inntak greinar minnar. Ég get verið sammála Jóni um það að fréttamenn þurfi að vera nákvæmari í fréttaflutningi sínum en það breytir ekki þeirri staðreynd að upplifun brotaþola, sérstaklega í kynferðisbrotamálum og viðlíka alvarlegum málum, er umhugsunarverð einkum þegar horft er til réttarstöðu brotaþola á hinum Norðurlöndunum. Að Danmörku undanskilinni þá hafa brotaþolar meiri aðkomu að meðferð sakamála, t.d. hvað varðar aðgang að gögnum, þátttöku réttargæslumanna í málsmeðferð fyrir dómi og rétt til að áfrýja málum. Lögum um meðferð sakamála var nýlega breytt en sú lagabreyting gekk ekki nógu langt að mínu mati. Við ásamt Dönum stöndum hinum Norðurlandaþjóðunum ennþá töluvert að baki í þessum efnum. Það er mín skoðun að það sé réttmætt að vekja máls á þessu málefni. Mér finnst það bæði eðlilegt og nauðsynlegt að umræða fari fram um það hvar þessi mörk eigi að liggja, sem takmarka aðkomu brotaþola í meðferð sakamála. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Tengdar fréttir Svar til lögmanns Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. 29. september 2023 17:01 Jón Steinar tekur upp hanskann Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. 29. september 2023 07:31 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn síðasta, 29. september sl., birti ég greinarkorn undir fyrirsögninni: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Þar fjallaði ég m.a. um gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi Hæstaréttardómara á tilteknum fréttaflutningi RÚV. Ekki stóð á viðbrögðum Jóns Steinars við grein minni sem svaraði nánast um hæl. Hann aftur á móti fór fram úr sér í svari sínu og gerði mér upp skoðanir, sem mér þykir miður af mínum gamla kennara. Jón dregur stórar ályktanir af litlu tilefni í svörum sínum og segir að svo virðist sem ég vilji breyta hegningarlögum á þá leið að refsa megi ósakhæfum einstaklingum vegna óskar brotaþola um það. Meiri að segja fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sá sig knúinn til að gera hið sama í athugasemdakerfum Facebook. Hvergi í grein minni er því haldið fram að breyta þurfi þeirri reglu að ósakhæfum einstaklingum sé ekki gerð refsing og það er fjarstæðukennt af Jóni að halda því fram að það hafi verið inntak greinar minnar. Ég get verið sammála Jóni um það að fréttamenn þurfi að vera nákvæmari í fréttaflutningi sínum en það breytir ekki þeirri staðreynd að upplifun brotaþola, sérstaklega í kynferðisbrotamálum og viðlíka alvarlegum málum, er umhugsunarverð einkum þegar horft er til réttarstöðu brotaþola á hinum Norðurlöndunum. Að Danmörku undanskilinni þá hafa brotaþolar meiri aðkomu að meðferð sakamála, t.d. hvað varðar aðgang að gögnum, þátttöku réttargæslumanna í málsmeðferð fyrir dómi og rétt til að áfrýja málum. Lögum um meðferð sakamála var nýlega breytt en sú lagabreyting gekk ekki nógu langt að mínu mati. Við ásamt Dönum stöndum hinum Norðurlandaþjóðunum ennþá töluvert að baki í þessum efnum. Það er mín skoðun að það sé réttmætt að vekja máls á þessu málefni. Mér finnst það bæði eðlilegt og nauðsynlegt að umræða fari fram um það hvar þessi mörk eigi að liggja, sem takmarka aðkomu brotaþola í meðferð sakamála. Höfundur er lögmaður.
Svar til lögmanns Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. 29. september 2023 17:01
Jón Steinar tekur upp hanskann Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. 29. september 2023 07:31
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar