Tókst ekki að mynda hægri stjórn á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. september 2023 15:00 Alberto Nuñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins tókst ekki að mynda ríkisstjórn eftir að hafa haft stjórnarmyndunarumboðið í rúman mánuð. Pedro Sánchez, forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista fer á fund Fillipusar VI Spánarkonungs eftir helgi og tekur við stjórnarmyndunarumboði. Juan Carlos Rojas/Getty Images Leiðtoga hægri manna á Spáni tókst ekki að tryggja sér meirihluta í spænska þinginu í gær og þar með er ljóst að hægri ríkisstjórn tekur ekki við völdum á Spáni. Það kemur nú í hlut sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista að reyna að mynda ríkisstjórn. Það var hvergi slegið af í umræðunum fyrir atkvæðagreiðslu spænska þingsins í gær um hvort Alberto Feijóo, leiðtogi hægri flokksins Partido Popular, nyti stuðnings meirihluta þingheims til að mynda ríkisstjórn. „Spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar“ „Þér eruð spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar,“ sagði Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX í ræðu sinni, og beindi máli sínu til Pedro Sánchez, sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós það sem nær allir vissu fyrirfram, að Feijóo nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins þrátt fyrir að flokkur hans hafi unnið þingkosningarnar í sumar og sé nú stærsti flokkur landsins. Núna tekur Sánchez við keflinu og freistar þess að mynda samsteypustjórn með vinstra bandalaginu Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Myndun vinstri stjórnar gæti kostað fórnir Þrátt fyrir að Sánchez sé borubrattur og staðhæfi að hann myndi stjórn á næstu dögum, þá er deginum ljósara að sú fæðing verður ekki sársauka- eða átakalaus. Hann þarf að ná samkomulagi við hægri flokk aðskilnaðarsinna í Katalóníu, Junts, sem setur fram tvær kröfur fyrir því að styðja vinstri stjórnina. Annars vegar að kosið verði aftur um sjálfstæði Katalóníu á þessu kjörtímabili, Sánchez mun ekki ganga að því og Junts mun að sætta sig við það. Hins vegar er það ófrávíkjanlega krafa Junts að öllum sakborningum sem voru ákærðir og eða fangelsaðir í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 verði veitt sakaruppgjöf. Þeirri kröfu virðist Sánchez ætla að kyngja til að halda völdum og það hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki bara af andstæðingum hans, heldur einnig innan eigin raða. Þannig hefur Felipe González, fyrsti forsætisráðherra sósíalista eftir endurreisn lýðveldisins árið 1982, sagt að slíkt samkomulag sé hreinlega brot á stjórnarskrá landsins. Á næstu vikum kemur í ljós hvort Sánchez tekst að mynda starfhæfa ríkisstórn. Takist það ekki verður boðað til enn einna þingkosninga á Spáni í byrjun næsta árs, sem yrðu þá þær sjöttu frá árinu 2015. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00 Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Það var hvergi slegið af í umræðunum fyrir atkvæðagreiðslu spænska þingsins í gær um hvort Alberto Feijóo, leiðtogi hægri flokksins Partido Popular, nyti stuðnings meirihluta þingheims til að mynda ríkisstjórn. „Spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar“ „Þér eruð spilltasti forsætisráðherra í sögu Spánar,“ sagði Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX í ræðu sinni, og beindi máli sínu til Pedro Sánchez, sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós það sem nær allir vissu fyrirfram, að Feijóo nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins þrátt fyrir að flokkur hans hafi unnið þingkosningarnar í sumar og sé nú stærsti flokkur landsins. Núna tekur Sánchez við keflinu og freistar þess að mynda samsteypustjórn með vinstra bandalaginu Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu. Myndun vinstri stjórnar gæti kostað fórnir Þrátt fyrir að Sánchez sé borubrattur og staðhæfi að hann myndi stjórn á næstu dögum, þá er deginum ljósara að sú fæðing verður ekki sársauka- eða átakalaus. Hann þarf að ná samkomulagi við hægri flokk aðskilnaðarsinna í Katalóníu, Junts, sem setur fram tvær kröfur fyrir því að styðja vinstri stjórnina. Annars vegar að kosið verði aftur um sjálfstæði Katalóníu á þessu kjörtímabili, Sánchez mun ekki ganga að því og Junts mun að sætta sig við það. Hins vegar er það ófrávíkjanlega krafa Junts að öllum sakborningum sem voru ákærðir og eða fangelsaðir í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 verði veitt sakaruppgjöf. Þeirri kröfu virðist Sánchez ætla að kyngja til að halda völdum og það hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki bara af andstæðingum hans, heldur einnig innan eigin raða. Þannig hefur Felipe González, fyrsti forsætisráðherra sósíalista eftir endurreisn lýðveldisins árið 1982, sagt að slíkt samkomulag sé hreinlega brot á stjórnarskrá landsins. Á næstu vikum kemur í ljós hvort Sánchez tekst að mynda starfhæfa ríkisstórn. Takist það ekki verður boðað til enn einna þingkosninga á Spáni í byrjun næsta árs, sem yrðu þá þær sjöttu frá árinu 2015.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00 Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. 23. júlí 2023 13:00
Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. 29. júlí 2023 12:33
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“