Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. september 2023 14:25 Ásdís segir ekkert hafa verið ákveðið varðandi útvistun á starfsemi Salarins. Vísir Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, sem og Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) hafa í yfirlýsingum lýst þungum áhyggjum af því að starfsemi tónlistarhússins verði boðin út. Ásdís bæjarstjóri segir hins vegar að félagið misskilji tillögur hennar sem unnar voru með hliðsjón af úttekt KPMG á menningarhúsum bæjarins. Samkvæmt tillögum Ásdísar, sem gerðar voru í apríl á þessu ári, er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra efla tónleikaviðburði og aðsókn. Meðal verkefna er að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri salarins. „Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi,“ segir í tillögunni. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís að umræðan byggi á misskilningi. „Stjórn Klassís dregur þá ályktun að starfseminni verði útvistað en það er alls ekki það sem hefur verið ákveðið. Hins vegar ætlum við að skipa starfshóp til að kanna möguleikann á því hvernig við getum eflst enn frekar starfsemi Salarins. Eitt af því sem er nefnt er að skoða kosti þess og galla að útvista rekstrinum en það er ekkert sem bendir til þess að við ætlum að fara þessa leið, síður en svo,“ segir Ásdís. „Þetta virðist hafa verið misskilningur hjá Klassís.“ Stefnan sé eingöngu að styrkja menningarstarfsemi bæjarins. Tengist þetta hagræðingu í rekstri bæjarins? „Nei, það eru engin áform um að hagræða í rekstri Salarins. Við viljum aðeins skipa starfshóp fagaðila til að kortleggja hvernig við getum eflt starfsemina enn frekar.“ Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, sem og Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) hafa í yfirlýsingum lýst þungum áhyggjum af því að starfsemi tónlistarhússins verði boðin út. Ásdís bæjarstjóri segir hins vegar að félagið misskilji tillögur hennar sem unnar voru með hliðsjón af úttekt KPMG á menningarhúsum bæjarins. Samkvæmt tillögum Ásdísar, sem gerðar voru í apríl á þessu ári, er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra efla tónleikaviðburði og aðsókn. Meðal verkefna er að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri salarins. „Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi,“ segir í tillögunni. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís að umræðan byggi á misskilningi. „Stjórn Klassís dregur þá ályktun að starfseminni verði útvistað en það er alls ekki það sem hefur verið ákveðið. Hins vegar ætlum við að skipa starfshóp til að kanna möguleikann á því hvernig við getum eflst enn frekar starfsemi Salarins. Eitt af því sem er nefnt er að skoða kosti þess og galla að útvista rekstrinum en það er ekkert sem bendir til þess að við ætlum að fara þessa leið, síður en svo,“ segir Ásdís. „Þetta virðist hafa verið misskilningur hjá Klassís.“ Stefnan sé eingöngu að styrkja menningarstarfsemi bæjarins. Tengist þetta hagræðingu í rekstri bæjarins? „Nei, það eru engin áform um að hagræða í rekstri Salarins. Við viljum aðeins skipa starfshóp fagaðila til að kortleggja hvernig við getum eflt starfsemina enn frekar.“
Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira