Þegar vonin dofnar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 30. september 2023 14:00 Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar