Innlent

Handtekinn á skemmtistað og neitaði að yfirgefa lögreglustöð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt eins og oft áður, þó verkefnin virðist flest hafa verið minniháttar og tengst ölvun á einn eða annan hátt.
Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt eins og oft áður, þó verkefnin virðist flest hafa verið minniháttar og tengst ölvun á einn eða annan hátt. vísir/vilhelm

Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óskuðu eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns sem var til vandræða í nótt. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna og að þeim loknum neitaði hann að yfirgefa lögreglustöðina.

Þetta er á meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tilkynningu hennar til fjölmiðla. Segir þar að maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa „þar til rennur af honum víman.

Fleiri voru verkefnin, og langflest lituð af ölvun borgara.

Sem dæmi óskaði leigubílstjóri í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og honum hafði ekki tekist að vekja. Að minnsta kosti sex eru grunaðir um að aka bifreið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Nokkur rafhlaupahjólaslys voru tilkynnt í nótt og virðast þau orðin fastur liður í dagbók lögreglu. Í einu slysinu er grunur um fótbrot og í öðru var ekið á gangandi einstaklings. Er stjórnandi rafhlaupahjólsins grunaður um ölvun en ekkert liggur fyrir um meiðsli þess sem ekið var á.

Þá var tilkynnt um eignaspjöll í miðbænum og einn handtekinn grunaður um að hafa valdið þeim spjöllum. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×