Besta upphitunin: Íslandsmeisturum boðið í spjall Siggeir Ævarsson skrifar 29. september 2023 18:06 Góðir gestir í setti Skjáskot Úrslitin eru ráðin í Bestu deild kvenna þetta árið en þó eru enn tvær umferðir eftir í efri hlutanum. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir umferð morgundagsins í Bestu upphituninni og fékk til sín góða gesti að vanda. Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira