Besta upphitunin: Íslandsmeisturum boðið í spjall Siggeir Ævarsson skrifar 29. september 2023 18:06 Góðir gestir í setti Skjáskot Úrslitin eru ráðin í Bestu deild kvenna þetta árið en þó eru enn tvær umferðir eftir í efri hlutanum. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir umferð morgundagsins í Bestu upphituninni og fékk til sín góða gesti að vanda. Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Sjá meira
Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn