Móðurfélag Arnarlax mætt First North-markaðinn Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2023 14:56 Bjørn Hembre, forstjóri Icelandic Salmon, hringdi inn fyrstu viðskipti á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn að viðstöddu starfsfólki Arnarlax og íbúum á Bíldudal í morgun. Nasdaq Iceland Icelandic Salmon AS, móðurfélag laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, var skráð á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Félagið verður með auðkennið ISLAX. Í tilkynninu frá Nasdaq segir að félagið tilheyri Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og sé tuttugasta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Arnarlax er stærsti framleiðandi á eldislaxi á Íslandi. Félagið er með í rekstri átta eldissvæði í þremur fjörðum á sunnanverðum Vestfjörðum undir nafni Arnarlax ehf., sem hefur verið með höfuðstöðvar á Bíldudal frá stofnun árið 2010. Arnarlax hefur verið í fararbroddi í fiskeldi á Íslandi um árabil, en starfsemi félagsins er að fullu samþætt með eigin seiðastöðvar, sjókvíar, vinnslu og sölu. Félagið hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sínu starfi þar sem markmiðið er að framleiða hágæðavöru í sátt við umhverfið, en félagið starfar með nágrannabændum og samfélagi, sveitarfélögum og eftirlitsaðilum að því að bæta rekstur og stöðugt minnka áhrif starfseminnar á umhverfi,“ segir í tilkynningunni. Nasdaq Iceland Í tilkynningunni er haft eftir Bjørn Hembre, forstjóra Icelandic Salmon, að félagið sé stolt af því að vera komið á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. „Starfsemi Arnarlax er vel kunnug Íslendingum sem eru þekktir fyrir ást sína á sjávarfangi og sjálfbærri nýtingu þess. Þessi skráning er mikilvægur liður í okkar vegverð til frekari vaxtar og við erum þakklát fyrir þann áhuga sem við höfum fundið fyrir á meðal íslenskra fjárfesta. Það er því okkur mikil ánægja að bjóða íslenska fjárfesta, stóra sem smáa velkomna í félagið hér í heimalandi Arnarlax og við hlökkum til að starfa með þeim fram veginn,“ segir Bjørn Hembre. Þá býður Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland félagið innilega velkomið á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. „Icelandic Salmon er fyrsta félagið í fiskeldi á íslenska hlutabréfamarkaðnum, sem eykur breiddina á honum og gefur fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í mjög ört vaxandi atvinnugrein. Skráning á íslenska markaðinn mun auka sýnileika félagsins og hjálpa til við að efla þekkingu á fiskeldi á Íslandi. Við hlökkum til að styðja við vegferð Icelandic Salmon hér á landi,“ segir Magnús. Nasdaq Iceland Kauphöllin Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Icelandic Salmon AS Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Í tilkynninu frá Nasdaq segir að félagið tilheyri Nauðsynjavörugeiranum (e. Consumer Staples) og sé tuttugasta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Arnarlax er stærsti framleiðandi á eldislaxi á Íslandi. Félagið er með í rekstri átta eldissvæði í þremur fjörðum á sunnanverðum Vestfjörðum undir nafni Arnarlax ehf., sem hefur verið með höfuðstöðvar á Bíldudal frá stofnun árið 2010. Arnarlax hefur verið í fararbroddi í fiskeldi á Íslandi um árabil, en starfsemi félagsins er að fullu samþætt með eigin seiðastöðvar, sjókvíar, vinnslu og sölu. Félagið hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sínu starfi þar sem markmiðið er að framleiða hágæðavöru í sátt við umhverfið, en félagið starfar með nágrannabændum og samfélagi, sveitarfélögum og eftirlitsaðilum að því að bæta rekstur og stöðugt minnka áhrif starfseminnar á umhverfi,“ segir í tilkynningunni. Nasdaq Iceland Í tilkynningunni er haft eftir Bjørn Hembre, forstjóra Icelandic Salmon, að félagið sé stolt af því að vera komið á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. „Starfsemi Arnarlax er vel kunnug Íslendingum sem eru þekktir fyrir ást sína á sjávarfangi og sjálfbærri nýtingu þess. Þessi skráning er mikilvægur liður í okkar vegverð til frekari vaxtar og við erum þakklát fyrir þann áhuga sem við höfum fundið fyrir á meðal íslenskra fjárfesta. Það er því okkur mikil ánægja að bjóða íslenska fjárfesta, stóra sem smáa velkomna í félagið hér í heimalandi Arnarlax og við hlökkum til að starfa með þeim fram veginn,“ segir Bjørn Hembre. Þá býður Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland félagið innilega velkomið á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn. „Icelandic Salmon er fyrsta félagið í fiskeldi á íslenska hlutabréfamarkaðnum, sem eykur breiddina á honum og gefur fjárfestum tækifæri til að fjárfesta í mjög ört vaxandi atvinnugrein. Skráning á íslenska markaðinn mun auka sýnileika félagsins og hjálpa til við að efla þekkingu á fiskeldi á Íslandi. Við hlökkum til að styðja við vegferð Icelandic Salmon hér á landi,“ segir Magnús. Nasdaq Iceland
Kauphöllin Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Icelandic Salmon AS Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira