Viðskipti innlent

Sjá fram á 550 milljóna króna hagnað á þriðja árs­fjórðungi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Birgir Jónsson er forstjóri Play.
Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm

Flug­fé­lagið Play sér fram á að skila hagnaði sem nemur um 550 milljónum króna, eða því sem nemur fjórum milljónum Banda­ríkja­dala á þriðja árs­fjórðungi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í til­kynningu fé­lagsins.

Þar segir að fé­lagið á­ætli að hand­bært fé verði um 39 milljónir Banda­ríkja­dala, nærri 5,3 milljarðar króna við lok þriðja árs­fjórðungs. Fé­lagið segir fjár­hags­stöðuna því sterka og að ekki þurfi aukið fé til rekstursins.

Á­ætlað er að hand­bært fé verði í árs­lok um 28 milljónir dala eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna. Sjóðs­streymi vegna reksturs fé­lagsins er því í jafn­vægi, að teknu til­liti til fjár­festinga við stækkun flota fé­lagsins

„Nú þegar við nálgumst enda sumar­ver­tíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammi­stöðu PLAY yfir sumar­mánuðina og björtum augum á fram­tíðina. Við sjáum nú sterka fjár­hags­lega niður­stöðu þar sem tekjurnar nærri tvö­földuðust frá fyrra ári og fé­lagið skilar 12 milljóna banda­ríkja­dala hagnaði á sama tíma­bili. Það er við­snúningur frá tapi upp á 15 milljónir banda­ríkja­dala frá því í fyrra,“ er haft eftir Birgi Jóns­syni, for­stjóra Play í til­kynningunni.

Búast við að far­þegarnir verði 1,5 milljón í ár

Fé­lagið segir í til­kynningu að búist sé við því að fluttir verði um 1,5 milljónir far­þega árið 2023 og að rekstrar­tap á árinu verði um tíu milljónir Banda­ríkja­dala. Bendir fé­lagið í því sam­hengi á að það hafi skilað rekstrar­tapi upp á 44 milljónir Banda­ríkja­dala á árinu 2022.

Því nemi við­snúningur um 34 milljónum Banda­ríkja­dala, eða því sem nemur um 4,6 milljörðum ís­lenskra króna. Þá gerir fé­lagið ráð fyrir tekjum í ár sem nema um 280 milljónu

Banda­ríkja­dala, rúm­lega 38 milljörðum ís­lenskra króna. Kostnaður á hvern sætiskíló­metra án elds­neytis­kostnaðar (CASK Ex Fuel) er á­ætlaður um 3,7 sent fyrir allt árið 2023.

Á­ætla að skila rekstrar­hagnaði 2024

PLAY á­ætlar að flytja um 1,8 milljónir far­þega á árinu 2024. Á­ætlaðar tekjur verða um 340 milljónir Banda­ríkja­dala, sem eru um 47 milljarðar ís­lenskra króna. Fé­lagið á­ætlar að skila rekstrar­hagnaði á árinu 2024.

Þá mun kostnaður á hvern sætiskíló­metra án elds­neytis­kostnaðar (CASK Ex Fuel) einungis hækka í takt við verð­bólgu þrátt fyrir um 1% hækkun á kostnaði 2024 vegna breytinga á launa­kjörum flug­fólks sem til­kynnt var um ný­lega.

PLAY hefur tryggt sér tvær far­þega­þotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjöl­skyldunni frá Air­bus. Mat á frekari aukningu á sætis­fram­boði stendur yfir.

„Við gerum ráð fyrir að nánast tvö­falda tekjurnar í þriðja árs­fjórðungi og að rekstrar­af­koman verði nær tíu sinnum hærri en í fyrra, á­samt því að PLAY skili hagnaði í fyrsta sinn í árs­fjórðungi,“ segir Birgir.

„Sú stað­reynd að við höfum náð að halda kostnaði lágum á sama tíma og tekjur á hvern floginn kíló­metra aukast, sam­hliða nærri tvö­földun á sætis­fram­boði, sýnir fram á hversu góðri fót­festu við höfum náð á lykil­mörkuðum okkar og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi tíma.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×