Goðsagnirnar mætast í fyrsta sinn sem mömmur í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 08:41 Það verðu gaman að sjá mömmurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Tiu-Clair Toomey-Orr eigast við aftur á keppnisgólfinu. @anniethorisdottir og @tiaclair1 Sexfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr er búin að skipta aftur í keppnisgírinn í CrossFit og hefur boðað endurkomu sína í næsta mánuði. Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira