DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 06:43 Aðrar kappræður Repúblikanaflokksins fyrir forvalið fóru fram í gærkvöldi. Getty/Justin Sullivan Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. Þetta eru aðrar kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins en Trump tók ekki heldur þátt í þeim fyrstu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var meðal þeirra sem vakti máls á fjarveru Trump og sagði hann fjarri góðu gamni. „Hann ætti að vera hér á þessu sviði í kvöld. Hann skuldar ykkur að verja frammistöðu sína,“ sagði ríkisstjórinn, sem hingað til hefur haldið aftur af sér þegar kemur að því að gagnrýna Trump. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, sagði Trump óttast kjósendur. „Þú ert ekki hér vegna þess að þú ert hræddur við að mæta og verja framgöngu þína. Þú ert að koma þér hjá þessu,“ sagði Christie, sem var áður meðal helstu stuðningsmanna Trump en er nú meðal fremstu gagnrýnenda hans innan Repúblikanaflokksins. Donald Trump is 'missing in action': Ron DeSantis https://t.co/QhPWbDJDfP— Fox News (@FoxNews) September 28, 2023 DeSantis, sem þykir einna líklegastur til að eiga raunhæfan möguleika á því að skáka Trump í forvalinu, var spurður að því hvernig hann hygðist fara að því; hvað hann teldi sig þurfa að gera til að vinna upp forskotið sem Trump virðist hafa í skoðanakönnunum. „Skoðanakannanir kjósa ekki forseta,“ svaraði DeSantis. „Kjósendur kjósa forseta. Og við ætlum að bera þetta undir fólkið í þessum ríkjum sem kjósa fyrst,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Trump eigi nú yfir höfði sér fjölda ákæra í fjórum sakamálum nýtur hann enn lang mests stuðnings af forsetaefnum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýlegri könnun NBC News nýtur Trump stuðnings 59 prósent þeirra sem teljast líklegir til að kjósa í forvalinu. Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, var ekki meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum í gær þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði landstjórnar Repúblikanaflokksins um lágmarksfylgi í skoðanakönnunum. Hann hyggst engu að síður halda áfram kosningabaráttu sinni, ekki síst til að berjast gegn Donald Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Þetta eru aðrar kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins en Trump tók ekki heldur þátt í þeim fyrstu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var meðal þeirra sem vakti máls á fjarveru Trump og sagði hann fjarri góðu gamni. „Hann ætti að vera hér á þessu sviði í kvöld. Hann skuldar ykkur að verja frammistöðu sína,“ sagði ríkisstjórinn, sem hingað til hefur haldið aftur af sér þegar kemur að því að gagnrýna Trump. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, sagði Trump óttast kjósendur. „Þú ert ekki hér vegna þess að þú ert hræddur við að mæta og verja framgöngu þína. Þú ert að koma þér hjá þessu,“ sagði Christie, sem var áður meðal helstu stuðningsmanna Trump en er nú meðal fremstu gagnrýnenda hans innan Repúblikanaflokksins. Donald Trump is 'missing in action': Ron DeSantis https://t.co/QhPWbDJDfP— Fox News (@FoxNews) September 28, 2023 DeSantis, sem þykir einna líklegastur til að eiga raunhæfan möguleika á því að skáka Trump í forvalinu, var spurður að því hvernig hann hygðist fara að því; hvað hann teldi sig þurfa að gera til að vinna upp forskotið sem Trump virðist hafa í skoðanakönnunum. „Skoðanakannanir kjósa ekki forseta,“ svaraði DeSantis. „Kjósendur kjósa forseta. Og við ætlum að bera þetta undir fólkið í þessum ríkjum sem kjósa fyrst,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Trump eigi nú yfir höfði sér fjölda ákæra í fjórum sakamálum nýtur hann enn lang mests stuðnings af forsetaefnum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýlegri könnun NBC News nýtur Trump stuðnings 59 prósent þeirra sem teljast líklegir til að kjósa í forvalinu. Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, var ekki meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum í gær þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði landstjórnar Repúblikanaflokksins um lágmarksfylgi í skoðanakönnunum. Hann hyggst engu að síður halda áfram kosningabaráttu sinni, ekki síst til að berjast gegn Donald Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira