Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum verður rætt við félagsmálaráðherra sem hefur gert samning við Rauða krossinn um að útlendingar sem ekki eiga rétt á aðstoð hér á landi fái gistingu og fæði í gistiskýlum.

Töluvert álag er á Landspítalanum um þessar mundir vegna covid veikidna og hefur fjöldi þeirra sem eru inniliggjandi þrefaldast á skömmum tíma. 

Einnig höldum við áfram umfjöllun um fyllingarefni sem sett eru í fólk á snyrtistofum en lýtalæknir segir að til sín leiti að minnsta kosti einn á mánuði vegna mistaka við varafyllingar.

Þá heyrum við í Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara sem tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×