Innlent

Einn hand­tekinn fyrir akstur gegn um­ferð og annar fyrir far­síma­notkun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti.
Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í gærkvöldi eða nótt sem ók gegn umferð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis.

Svo virðist sem vaktin hafi verið fremur róleg en ein tilkynning barst vegna líkamsárásar þar sem tveir voru sagðir hafa veist að einum. Gerendur komust undan en þolandinn var fluttur á Landspítala til aðhlynningar.

Ein tilkynning barst um umferðaróhapp þar sem rafmagnshlaupahjóli hafði verið ekið utan í bifreið. Var ökumaður hjólsins með áverka á höfði og öxl. Þá var einn stöðvaður vegna farsímanotkunar við akstur en sá reyndist ekki hafa gild ökuréttindi.

Ein tilkynning barst um þjófnað, í verslun í póstnúmerinu 105. Lögregla náði tali af meintum þjófum og var málið afgreitt með skýrslutöku á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×