„Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. september 2023 21:43 „Stelpur! Róa sig!“ - Þorleifur Ólafsson Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, var sáttur með tvö stig á heimavelli í fyrsta keppnisleik Grindavíkur í meistaraflokki í nýjum og glæsilegum sal. 81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira