„Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. september 2023 21:43 „Stelpur! Róa sig!“ - Þorleifur Ólafsson Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, var sáttur með tvö stig á heimavelli í fyrsta keppnisleik Grindavíkur í meistaraflokki í nýjum og glæsilegum sal. 81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
81-71 sigur gegn Fjölni niðurstaðan og Þorleifur var sammála blaðamanni um að það mætti færa þennan til bókar sem iðnaðarsigur. „Heldur betur. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu. Fjölnir bara flottar. Virkilegur kraftur í þeim og gáfust ekkert upp. Frábært að vinna svona leiki og halda okkur í þessu. Bara virkilega sáttur.“ Grindvíkingar voru án síns sterkasta leikmanns í kvöld, en Dani Rodriguez var fjarri góðu gamni þar sem hún fékk olnbogaskot í augað í æfingaleik í síðustu viku og Þorleifur sagði fyrir leik að þau hefðu ákveðið að taka enga áhættu. Þorleifur sagði að hans leikmenn hefðu sýnt mikinn karakter í kvöld í fjarveru Dani. „Þær sem að þurftu að stíga upp þær stigu upp. Sérstaklega íslensku stelpurnar, þær stóðu sig frábærlega. Hulda og Hekla settu stig á töfluna en aðrar varnarlega flottar. Við erum í raun með nýja vörn og eðlilega verða mistök en yfirhöfuð er ég virkilega sáttur með sigurinn og hvernig hann var.“ Þorleifur og Ellert Magnússon, einn reyndasti þjálfari Íslands sem gerði Grindavíkurkonur að Íslandsmeisturum 1997, eru vinnufélagar. Ellert er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um frammistöðu Grindavíkur en Þorleifur var nokkuð bjartsýnn á að Ellert yrði jákvæður á kaffistofunni á morgun. „Hann mun alveg örugglega tala vel um vörnina en hann mun drulla yfir mig útaf fráköstum því við þurfum klárlega að bæta okkur þar.“ Grindvíkingar urðu harkalega undir í frákastabaráttunni í kvöld, 39-53, en Grindavík er ekki með sérlega hávaxið lið. Þorleifur sagði þó ekki á planinu að fá annan útlending til liðsins til að bæta úr því, hann væri með aðrar lausnir. „Ekki eins og staðan er núna. Við þurfum bara klárlega að frákasta betur sem lið. Við erum ekkert með einhvern einn áberandi sem tekur öll fráköst. Það var erfitt að stíga út stóru stelpurnar þannig að bakverðirnar þurfa að koma inn í og taka þessi fráköst, þessi „second rebounds“ sem koma oft og við vorum mjög lélegar í því í kvöld.“ Hvað sem frammistöðu Grindavíkur líður í einstökum þáttum leiksins í kvöld þá er sigur sigur og tvö stig í sarpinn. Þorleifur sagðist sáttur með stigin tvö og bjartsýnn á framhaldið. „Klárlega. Við ætlum að vinna þetta allt saman og þá sérstaklega heimaleiki og þessi lið sem „eiga“ að vera fyrir neðan okkur í töflunni. Þetta er skref í rétta átt.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira