Kvöldfréttir Stöðvar 2 munu fara seinna í loftið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Fréttin verður uppfærð um leið og ljóst er hvenær hann fer í loftið.
Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rætt verður við ráðherra og fulltrúa ungmenna um loftslagsbreytingar.
Þá var í dag tilkynnt um vinningstillögu í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum.
Frétt uppfærð:
Vegna bilunar í háspennulínu sem hefur valdið rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og í Faxafeni fer kvöldfréttatíminn ekki í loftið á réttum tíma. Fréttin verður uppfærð.