„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Árni Sæberg skrifar 26. september 2023 13:48 Verjendur sitja við fjórar borðaraðir. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13