„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Árni Sæberg skrifar 26. september 2023 13:48 Verjendur sitja við fjórar borðaraðir. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13