Að brenna bláa akurinn Jón Kaldal skrifar 26. september 2023 07:31 Í dag og alla þessa viku eru starfsmenn Arnarlax að hella skordýraeitri í sjókvíar fyrirtækisins í Tálknafirði fyrir vestan sökum þess hversu illa haldnir eldislaxarnir í sjókvíunum eru af völdum gríðarlegs lúsasmits. Þessar eitranir hófust í síðustu viku. Kjartan Ólafsson, stjórnarmaður Arnarlax, minntist ekki á þessar harkalegu aðgerðir þegar hann mætti á Sprengisand á Bylgjunni á sunnudag til að ræða nýjasta kafla þeirra hörmunga sem sjókvíaeldisfyritækin hafa leitt yfir umhverfi og lífríki Íslands. Kjartan veit þó vel hversu hræðilega laxalúsin fer með eldisdýrin og villta laxfiska, sjóbirting, lax og sjóbleikju, þegar þetta skæða sníkjudýr streymir úr kvíunum í margföldu magni þess sem gæti gerst við náttúrulegar aðstæður. Hann veit líka að eiturefnin drepa lúsina með því að leysa upp skel hennar, og hafa nákvæmlega sömu áhrif á marfló, rækju og önnur villt skeldýr í nágrenni sjókvíanna. Framleiðsluþakið hlýtur að lækka Auðvitað vildi Kjartan ekki nefna þetta. Né að Arnarlax hefur staðið í svona eitrunum nokkrum sinnum á ári undanfarin mörg ár. Kjartan vildi líka gera sem minnst úr þeim manngerðu hamförum sem nú ríða yfir villta laxastofna landsins vegna þúsunda sleppifiska úr sjókví kollega hans hjá Arctic Fish. Við vitum ekki enn hversu djúp sár erfðablöndun eldislaxanna við villta laxinn okkar skilja eftir. Það eina sem við vitum er að þetta er svo meiriháttar áfall að forsendur „áhættumats um erfðablöndun“ eru kolfallnar. Eldislax í sjókví í Berufirði. Að jafnaði eru um helmingur allra eldislaxa í sjókví vanskapaður, heyrnalaus eða nær ekki fullum þroska vegna þeirra aðstæðna sem þeir þurfa að lifa við þau tvö ár sem þeir eru hafðir í sjó. Óskar Páll Sveinsson Höfundar þessa áhættumódels innan Hafrannsóknastofnunar hafa játað að þeir höfðu rangt fyrir sér. Þeir þurfa að byrja upp á nýtt. Og ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér þá mun möguleg ársframleiðsla eldislax í sjókvíum aðeins verða brot af því sem núverandi áhættumat gerir ráð fyrir. Annað er óhjákvæmilegt því fyrirtækin hafa sýnt að þau ráða ekki við framleiðsluna eins og hún er núna, hvað þá ef hún verður þrefölduð eins og matið gerir ráð fyrir. Örvænting Kjartans Og þar komum við að því af hverju tónninn í stjórnarmanni Arnarlax var svona örvæntingarfullur í útvarpsumræðunum á Sprengisandi. Fyrirtæki hans gaf út í ágúst að það hyggur í haust á skráningu á First North, hliðarmarkaði Kauphallar Íslands, ekki síst með það fyrir augum að „auðvelda lífeyrissjóðum að fjárfesta í félaginu“. Ef möguleikarnir voru litlir á að lífeyrissjóðirnir myndu kaupa hlut þegar þessi hugmynd var viðruð, þá eru þeir örugglega að engu orðnir eftir að norsku kafararnir mættu með skutulbyssur sínar í árnar okkar. Í fyrsta lagi myndi það kalla á uppreisn almennings ef nota á lífeyrissjóði þeirra til að fjárfesta í svona skaðlegum iðnaði. Í öðru lagi væri það frámunalega heimskulegt við þessar aðstæður þegar yfirgnæfandi líkur eru á verðmæti sjókvíeldisfyrirtækjanna muni snarfalla á komandi mánuðum vegna þess að framleiðsluþakið hlýtur að lækka. Verðmæti þessara fyrirtækja hvílir eingöngu á þeim framleiðslukvóta sem þau ráða yfir. Taka næringarefni frá hungruðum heimi Þegar miklir persónulegir hagsmunir eru í húfi á fólk það til að leiðast á vafasamar slóðir. Kjartan Ólafsson fór svo oft villur vegar á Sprengisandi að það hefði reynst þúsund manna herdeild norskra kafara ómögulegt að finna hann. Einhverjir aðrir munu örugglega lista upp og leiðrétta vitleysuna sem hann hélt fram um rekstur eigenda lögbýla sem hafa treyst á hlunnindi af sjálfbærum stangveiðum kynslóðum saman í sveitum landsins. Fyrir þessa grein er af nógu að taka af rangfærslum um meint gæði framleiðslunnar og hversu umhverfisvæn hann vill meina að hún sé. Norskir kafarar með skutulbyssur að störfum í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum. Sigurður Þorvaldsson Kjartani varð tíðrætt um „bláa akurinn“ og mikilvægi hans til að fæða heiminn. Hafið leikur þar vissulega stórt hlutverk en laxeldi í sjó alls ekki. Þvert á móti reyndar því það er neikvæður halli á próteinframleiðslu í laxeldi. Til að framleiða eina máltíð af sjókvíaeldislaxi þarf prótein og næringarefni sem myndu duga í þrjár til fjórar máltíðir fyrir fólk. Kjartan og félagar eru beinlínis að taka prótein sem gætu nýst hungruðum heimi til að framleiða vöru sem meirihluti jarðarbúa mun aldrei hafa efni á að láta inn fyrir sínar varir. Það er bara hagfræðileg staðreynd. Enda er eldislax aðeins fjögur prósent af því sjávarfangi sem er framleitt á ári í heiminum. Þetta er hrein lúxusvara þó að við Vesturlandabúar áttum okkur mögulega ekki á því. Kjartan og félagar fara síðan hræðilega með þennan „bláa akur“. Sjókvíaeldi er mjög frumstæð tækni. Þetta er netapoki sem hangir á flotgrind. Öll mengun streymir beint úr kvíunum: skítur úr fiskunum, fóðurleifar, skordýraeitur, lyfjafóður, þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum og gríðarlegt magn af míkróplasti. Í Noregi eru vistkerfi heilu fjarðanna að deyja vegna þessarar mengunar. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru að brenna „bláa akurinn“. Ólöglegur grænþvottur Uppistaðan í fóðri sjókvíaeldislaxins er sojaprótein. Sojabaunirnar eru ræktaðar á ökrum í Suður-Ameríku og fluttar þaðan til Evrópu. Þar er búið til úr þeim fóður sem er svo hellt í Norður-Atlantshafið í allt að tvö ár. Megnið endar sem botnmengun í fjörðum, áður en laxinum er slátrað og flogið með hann á markað í Bandaríkjunum eða Evrópu. Þetta er hvorki „sjálfbær“ né „umhverfisvæn“ aðferð við að framleiða matvæli. Norski sjókvíaeldisrisinn Mowi (meirihlutaeigandi Arctic Fish) neyddist 2021 til að fjarlægja þessi orð af umbúðum eldislax sem seldur var í Bandaríkjunum því þau töldust „fölsk, misvísandi og blekkjandi“ eins og það var orðað í sátt í málaferlum á hendur fyrirtækinu. Þurfti fyrirtækið að borga háa upphæð til að forða sér frá dómsmáli. Móðurfélag Arctic Fish kaus að semja því það vissi eins og er, eldislax alinn í sjókvíum er ekki sjálfbær eða umhverfisvæn matvara. Neytendastofa hér á landi komst að sömu niðurstöðu í fyrra þegar hún úrskurðaði að Norðanfiskur og Fisherman höfðu brotið lög með röngum merkingum á umbúðum um að sjókvíaeldislax væri vistvæn og sjálfbær framleiðsla. Kæru lesendur, munið þetta. Sjókvíaeldi skaðar umhverfið, lífríkið og fer hræðilega með eldisdýrin. Þetta er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í dag og alla þessa viku eru starfsmenn Arnarlax að hella skordýraeitri í sjókvíar fyrirtækisins í Tálknafirði fyrir vestan sökum þess hversu illa haldnir eldislaxarnir í sjókvíunum eru af völdum gríðarlegs lúsasmits. Þessar eitranir hófust í síðustu viku. Kjartan Ólafsson, stjórnarmaður Arnarlax, minntist ekki á þessar harkalegu aðgerðir þegar hann mætti á Sprengisand á Bylgjunni á sunnudag til að ræða nýjasta kafla þeirra hörmunga sem sjókvíaeldisfyritækin hafa leitt yfir umhverfi og lífríki Íslands. Kjartan veit þó vel hversu hræðilega laxalúsin fer með eldisdýrin og villta laxfiska, sjóbirting, lax og sjóbleikju, þegar þetta skæða sníkjudýr streymir úr kvíunum í margföldu magni þess sem gæti gerst við náttúrulegar aðstæður. Hann veit líka að eiturefnin drepa lúsina með því að leysa upp skel hennar, og hafa nákvæmlega sömu áhrif á marfló, rækju og önnur villt skeldýr í nágrenni sjókvíanna. Framleiðsluþakið hlýtur að lækka Auðvitað vildi Kjartan ekki nefna þetta. Né að Arnarlax hefur staðið í svona eitrunum nokkrum sinnum á ári undanfarin mörg ár. Kjartan vildi líka gera sem minnst úr þeim manngerðu hamförum sem nú ríða yfir villta laxastofna landsins vegna þúsunda sleppifiska úr sjókví kollega hans hjá Arctic Fish. Við vitum ekki enn hversu djúp sár erfðablöndun eldislaxanna við villta laxinn okkar skilja eftir. Það eina sem við vitum er að þetta er svo meiriháttar áfall að forsendur „áhættumats um erfðablöndun“ eru kolfallnar. Eldislax í sjókví í Berufirði. Að jafnaði eru um helmingur allra eldislaxa í sjókví vanskapaður, heyrnalaus eða nær ekki fullum þroska vegna þeirra aðstæðna sem þeir þurfa að lifa við þau tvö ár sem þeir eru hafðir í sjó. Óskar Páll Sveinsson Höfundar þessa áhættumódels innan Hafrannsóknastofnunar hafa játað að þeir höfðu rangt fyrir sér. Þeir þurfa að byrja upp á nýtt. Og ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér þá mun möguleg ársframleiðsla eldislax í sjókvíum aðeins verða brot af því sem núverandi áhættumat gerir ráð fyrir. Annað er óhjákvæmilegt því fyrirtækin hafa sýnt að þau ráða ekki við framleiðsluna eins og hún er núna, hvað þá ef hún verður þrefölduð eins og matið gerir ráð fyrir. Örvænting Kjartans Og þar komum við að því af hverju tónninn í stjórnarmanni Arnarlax var svona örvæntingarfullur í útvarpsumræðunum á Sprengisandi. Fyrirtæki hans gaf út í ágúst að það hyggur í haust á skráningu á First North, hliðarmarkaði Kauphallar Íslands, ekki síst með það fyrir augum að „auðvelda lífeyrissjóðum að fjárfesta í félaginu“. Ef möguleikarnir voru litlir á að lífeyrissjóðirnir myndu kaupa hlut þegar þessi hugmynd var viðruð, þá eru þeir örugglega að engu orðnir eftir að norsku kafararnir mættu með skutulbyssur sínar í árnar okkar. Í fyrsta lagi myndi það kalla á uppreisn almennings ef nota á lífeyrissjóði þeirra til að fjárfesta í svona skaðlegum iðnaði. Í öðru lagi væri það frámunalega heimskulegt við þessar aðstæður þegar yfirgnæfandi líkur eru á verðmæti sjókvíeldisfyrirtækjanna muni snarfalla á komandi mánuðum vegna þess að framleiðsluþakið hlýtur að lækka. Verðmæti þessara fyrirtækja hvílir eingöngu á þeim framleiðslukvóta sem þau ráða yfir. Taka næringarefni frá hungruðum heimi Þegar miklir persónulegir hagsmunir eru í húfi á fólk það til að leiðast á vafasamar slóðir. Kjartan Ólafsson fór svo oft villur vegar á Sprengisandi að það hefði reynst þúsund manna herdeild norskra kafara ómögulegt að finna hann. Einhverjir aðrir munu örugglega lista upp og leiðrétta vitleysuna sem hann hélt fram um rekstur eigenda lögbýla sem hafa treyst á hlunnindi af sjálfbærum stangveiðum kynslóðum saman í sveitum landsins. Fyrir þessa grein er af nógu að taka af rangfærslum um meint gæði framleiðslunnar og hversu umhverfisvæn hann vill meina að hún sé. Norskir kafarar með skutulbyssur að störfum í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum. Sigurður Þorvaldsson Kjartani varð tíðrætt um „bláa akurinn“ og mikilvægi hans til að fæða heiminn. Hafið leikur þar vissulega stórt hlutverk en laxeldi í sjó alls ekki. Þvert á móti reyndar því það er neikvæður halli á próteinframleiðslu í laxeldi. Til að framleiða eina máltíð af sjókvíaeldislaxi þarf prótein og næringarefni sem myndu duga í þrjár til fjórar máltíðir fyrir fólk. Kjartan og félagar eru beinlínis að taka prótein sem gætu nýst hungruðum heimi til að framleiða vöru sem meirihluti jarðarbúa mun aldrei hafa efni á að láta inn fyrir sínar varir. Það er bara hagfræðileg staðreynd. Enda er eldislax aðeins fjögur prósent af því sjávarfangi sem er framleitt á ári í heiminum. Þetta er hrein lúxusvara þó að við Vesturlandabúar áttum okkur mögulega ekki á því. Kjartan og félagar fara síðan hræðilega með þennan „bláa akur“. Sjókvíaeldi er mjög frumstæð tækni. Þetta er netapoki sem hangir á flotgrind. Öll mengun streymir beint úr kvíunum: skítur úr fiskunum, fóðurleifar, skordýraeitur, lyfjafóður, þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum og gríðarlegt magn af míkróplasti. Í Noregi eru vistkerfi heilu fjarðanna að deyja vegna þessarar mengunar. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru að brenna „bláa akurinn“. Ólöglegur grænþvottur Uppistaðan í fóðri sjókvíaeldislaxins er sojaprótein. Sojabaunirnar eru ræktaðar á ökrum í Suður-Ameríku og fluttar þaðan til Evrópu. Þar er búið til úr þeim fóður sem er svo hellt í Norður-Atlantshafið í allt að tvö ár. Megnið endar sem botnmengun í fjörðum, áður en laxinum er slátrað og flogið með hann á markað í Bandaríkjunum eða Evrópu. Þetta er hvorki „sjálfbær“ né „umhverfisvæn“ aðferð við að framleiða matvæli. Norski sjókvíaeldisrisinn Mowi (meirihlutaeigandi Arctic Fish) neyddist 2021 til að fjarlægja þessi orð af umbúðum eldislax sem seldur var í Bandaríkjunum því þau töldust „fölsk, misvísandi og blekkjandi“ eins og það var orðað í sátt í málaferlum á hendur fyrirtækinu. Þurfti fyrirtækið að borga háa upphæð til að forða sér frá dómsmáli. Móðurfélag Arctic Fish kaus að semja því það vissi eins og er, eldislax alinn í sjókvíum er ekki sjálfbær eða umhverfisvæn matvara. Neytendastofa hér á landi komst að sömu niðurstöðu í fyrra þegar hún úrskurðaði að Norðanfiskur og Fisherman höfðu brotið lög með röngum merkingum á umbúðum um að sjókvíaeldislax væri vistvæn og sjálfbær framleiðsla. Kæru lesendur, munið þetta. Sjókvíaeldi skaðar umhverfið, lífríkið og fer hræðilega með eldisdýrin. Þetta er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar