Meint kynferðisbrot Brand til rannsóknar hjá lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2023 20:13 Rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur meint kynferðisbrot Russell Brand til rannsóknar. AP/James Manning Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur nú til rannsóknar nokkrar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur grínistanum Russel Brand. Til rannsóknar eru bæði ásakanir um ofbeldi sem á að hafa átt sér stað á breskri grundu og annars staðar. Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Sky að lögreglan hafi greint frá því að allar ásakanirnar, sem eru til rannsóknar, séu um brot sem áttu sér ekki stað nýlega. Í kjölfar umfjöllunar The Sunday Times og Channel 4 um meint brot Brands hafi lögreglunni borist fjöldi ásakana um brot sem eigi að hafa átt sér stað í Lundúnum. „Við höfum einnig fengið ásakanir á borð okkar um kynferðisbrot sem framin voru utan landsteinanna og munum taka þær til rannsóknar,“ er haft eftir Scotland Yard í umfjöllun Sky. Lögreglan greindi frá því síðastliðinn mánudag að henni hafi borist ásökun gegn Brand um kynferðisbrot, sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Í kjölfarið hvatti lögreglan fleiri mögulega þolendur grínistans til að stíga fram. Brand birti á föstudagskvöld þriggja mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti enn og aftur yfir sakleysi sínu og sagði síðastliðna viku verið „stórfurðulega og erfiða“. Hann talaði undir rós en bað aðdáendur sína um að „taka upplýsingum með fyrirvara“. Þá kvartaði hann einnig yfir fjölmiðlum, sagði þá spillta og minntist á svokallað „djúpríki“, sem er vinsælt hugtak meðal samsæriskenningasmiða. Óásættanleg vinnustaðahegðun Fjórar konur stigu fram 16. september síðastliðinn og sökuðu Brand um að hafa brotið á sér kynferðislega. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á Bretlandi og hafa breska ríkissjónvarpið, Chanel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafið rannsókn á Brand. Brand starfaði hjá öllum þremur vinnustöðum og hafa komið fram lýsingar af óásættanlegri vinnustaðahegðun hans. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Ásakanirnar ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í fjölmiðlum birti Brand myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti nokkra furðu þar sem enginn vissi hverju Brand væri að neita fyrr en nokkru síðar, þegar umfjöllun fjölmiðla um meint brot hans birtist. Bretland Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Russell Brand Tengdar fréttir Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14 Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17 YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Sky að lögreglan hafi greint frá því að allar ásakanirnar, sem eru til rannsóknar, séu um brot sem áttu sér ekki stað nýlega. Í kjölfar umfjöllunar The Sunday Times og Channel 4 um meint brot Brands hafi lögreglunni borist fjöldi ásakana um brot sem eigi að hafa átt sér stað í Lundúnum. „Við höfum einnig fengið ásakanir á borð okkar um kynferðisbrot sem framin voru utan landsteinanna og munum taka þær til rannsóknar,“ er haft eftir Scotland Yard í umfjöllun Sky. Lögreglan greindi frá því síðastliðinn mánudag að henni hafi borist ásökun gegn Brand um kynferðisbrot, sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Í kjölfarið hvatti lögreglan fleiri mögulega þolendur grínistans til að stíga fram. Brand birti á föstudagskvöld þriggja mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti enn og aftur yfir sakleysi sínu og sagði síðastliðna viku verið „stórfurðulega og erfiða“. Hann talaði undir rós en bað aðdáendur sína um að „taka upplýsingum með fyrirvara“. Þá kvartaði hann einnig yfir fjölmiðlum, sagði þá spillta og minntist á svokallað „djúpríki“, sem er vinsælt hugtak meðal samsæriskenningasmiða. Óásættanleg vinnustaðahegðun Fjórar konur stigu fram 16. september síðastliðinn og sökuðu Brand um að hafa brotið á sér kynferðislega. Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á Bretlandi og hafa breska ríkissjónvarpið, Chanel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafið rannsókn á Brand. Brand starfaði hjá öllum þremur vinnustöðum og hafa komið fram lýsingar af óásættanlegri vinnustaðahegðun hans. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Ásakanirnar ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í fjölmiðlum birti Brand myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti nokkra furðu þar sem enginn vissi hverju Brand væri að neita fyrr en nokkru síðar, þegar umfjöllun fjölmiðla um meint brot hans birtist.
Bretland Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Russell Brand Tengdar fréttir Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14 Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17 YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Russell Brand kærður til lögreglu Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. 18. september 2023 16:14
Tjáir sig í fyrsta sinn eftir ásakanirnar Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot. 22. september 2023 22:17
YouTube lokar á auglýsingar hjá Russell Brand YouTube hefur brugðist við þeim ásökunum um kynferðisofbeldi sem nú beinast að breska grínistanum, leikaranum og heilsugúrúnum Russell Brand með því að loka á auglýsingar á reikningum hans á YouTube. 19. september 2023 07:36