„Heimskuleg mistök“ Söru rændu hana sæti á einu eftirsóttasta móti ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2023 09:31 Sara Sigmundsdóttir reyndi að horfa á björtu hliðarnar en vonbrigðin voru skiljanlega mjög mikil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum í lok októbermánaðar. Sara var hins vegar á góðri leið með að tryggja sér sæti á mótinu þegar hún fékk óvæntan tölvupóst að utan. Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira