Unglingar fórnarlömb á gjörbreyttum fíkniefnamarkaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2023 20:30 Gunnar Hólmsteinn ræddi ástandið í Svíþjóð. getty Stjórnmálafræðingur sem búsettur var í um áratug í Svíþjóð segir sturlungaöld ríkja í undirheimum landsins. Svíar hafi miklar áhyggjur af ástandinu. Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum. Svíþjóð Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum.
Svíþjóð Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira