„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 24. september 2023 19:31 Ingunn vonast til að árásarmaðurinn fái þá hjálp sem hann þurfi. steingrímur dúi Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?