Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 17:50 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. „Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum. Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum.
Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12