Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 17:50 Davíð Smári Lamude og Daníel Badu aðstoðarmaður hans þjálfa Vestra. vestri.is Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. „Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum. Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Maður er bara hálfhrærður. Stuðningurinn sem við fengum frá stúkunni í dag er bara eitt það trylltasta sem ég hef séð. Vorum jafnvel bara með betri stuðning heldur en Fjölnismenn. Þessi leikur þróaðist bara þannig að þetta var algjör rússíbanareið fyrir mann að horfa á þetta svona af hlíðarlínunni. Og eins ég segi þá gerði stuðningurinn frá stúkunni þetta alveg extra, extra fallegt að lokum“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Davíð þakkar góðum stuðningi aðdáenda liðsins og blaðamaður getur vottað fyrir kraftinn sem hann færði liðinu í dag. Vestri kom af mikilli ákefð inn í þennan leik, innan sem utan vallar og leiddu leikinn með einu marki þegar flautað var til fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik fór svo aðeins að halla undan fæti hjá þeim. „Við missum mann útaf og missum aðeins tökin þar. Varnarlega var "aggressionið", sérstaklega frá bakvörðunum okkar ekki nógu mikið og við stigum ekki alveg nógu vel upp á þá. Við komum bara ekki alveg nógu góðir til seinni hálfleiks og að endingu var bara pínu lukka með okkur í dag“ sagði Davíð um seinni hálfleikinn og þakkar lukkudísunum að hafa verið með sér í liði. Hann tekur það samt skýrt fram að betra liðið hafi farið áfram úr þessu einvígi. „Staðreyndin er bara sú að þetta er fjórði leikur okkar við Fjölni í sumar og þeir hafa ekki unnið okkur í einum leik. Án þess að ég sé að vera of "cocky" með mitt lið eða okkar frammistöður þá held ég að betri liðið hafi farið áfram.“ Markaskorari liðsins Vladimir Tufegdzic fór meiddur af velli á 71. mínútu. Meiðslin voru ekki alvarleg og hann verður líklega með liðinu í úrslitaleiknum gegn Aftureldingun, en það grípur þjálfarann engin örvænting ef hann missir af leiknum. „Það verður bara að koma í ljós. Hann var bæði ofboðslega þreyttur og svo lendir hann illa á hnakkanum og leið ekki vel þannig að við þurfum bara að sjá til með það. En við erum bara með leikmenn sem eru graðir í að hjálpa liðinu og koma inn á þannig að það eru engar áhyggjur ef hann er off.“ Vestri mætir sem áður segir Aftureldingu næstu helgi í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir vonast til að nýta meðbyrinn og sigla sigrinum heim gegn Aftureldingu sem voru besta lið deildarinnar framan af tímabili en hefur dregið segl sín svolítið saman síðan þá. „Bara vel, alveg sama hvort sem það hefði verið Leiknir eða Afturelding. Það er ofboðslegur meðbyr með okkur, við höfum varla tapað leik síðan bara ég man ekki hvenær. Gott gengi og mikil trú á liðinu, það fleytir manni langt“ sagði Davíð Smári kokhraustur að lokum.
Íslenski boltinn Vestri Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12