Ófær um að mæta í dómsal vegna pyntinga CIA Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. september 2023 23:31 Maðurinn er talinn ósakhæfur að svo stöddu vegna pyntinga CIA. AP/Brandon Jemenskur maður sem hefur verið í haldi síðustu ár vegna grunaðra tengsla við hryðjuverkin á Tvíburaturnana í New York er ófær um að mæta fyrir dóm vegna geðtruflana. Bandaríska leyniþjónustan pyntaði manninn mikið í kjölfar handtöku og er talið að hann hafi orðið veikur á geði við pyntingarnar. Maðurinn Ramzi bin al-Shibh er einn fimmmenninga sem hafa verið í haldi bandarískra yfirvalda í um tuttugu ár vegna meintra tengsla við hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001. Hann er talinn hafa tekið þátt í skipulagningu ódæðisins. Næstum því þrjú þúsund manns létust í árásunum. Maðurinn hefur setið í fangelsinu á Guantanamo Bay í langan tíma og er einn fárra sem þar eru enn eftir. Læknar greindu hann nýlega með áfallastreituröskun og geðtruflanir. Hann er því talinn ósakhæfur í augnablikinu, enda þýðir lítið að draga hann fyrir dóm vegna ástandsins, að sögn Guardian. Réttarhöld yfir fimmmenningunum munu því halda áfram að honum fjarstöddum. Leyniþjónustan beitti ýmsum brögðum eftir hryðjuverkin árið 2001. Bandaríkjaforseti fyrirskipaði innrás í Írak og Afganistan og fangelsinu, Guantanamo Bay, var komið á fót. Harkalegum yfirheyrsluaðferðum var beitt ítrekað gagnvart hverjum þeim sem talinn var hafa komið að hryðjuverkunum með einum eða öðrum hætti. Al-Shibh segist hafa verið pyntaður ítrekað. Hann segist hafa verið neyddur til að standa nakinn í allt að þrjá daga í senn. Fangaverðir hafi passað upp á að hann gæti ekki sofnað með því að skvetta köldu vatni á hann í loftkældum klefanum. Svefnleysið og líkamlegar árásir eru taldar hafa valdið honum miklum andlegum skaða, mögulega óafturkræfum. Fimmmenningarnir voru allir pyntaðir ítrekað af CIA en leyniþjónustan segist hafa hætt að beita pyntingaraðferðunum árið 2009. Rannsókn öldungadeildar Bandaríkjaþings leiddi síðar í ljós að pyntingarnar hefðu litlum upplýsingum skilað. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Maðurinn Ramzi bin al-Shibh er einn fimmmenninga sem hafa verið í haldi bandarískra yfirvalda í um tuttugu ár vegna meintra tengsla við hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001. Hann er talinn hafa tekið þátt í skipulagningu ódæðisins. Næstum því þrjú þúsund manns létust í árásunum. Maðurinn hefur setið í fangelsinu á Guantanamo Bay í langan tíma og er einn fárra sem þar eru enn eftir. Læknar greindu hann nýlega með áfallastreituröskun og geðtruflanir. Hann er því talinn ósakhæfur í augnablikinu, enda þýðir lítið að draga hann fyrir dóm vegna ástandsins, að sögn Guardian. Réttarhöld yfir fimmmenningunum munu því halda áfram að honum fjarstöddum. Leyniþjónustan beitti ýmsum brögðum eftir hryðjuverkin árið 2001. Bandaríkjaforseti fyrirskipaði innrás í Írak og Afganistan og fangelsinu, Guantanamo Bay, var komið á fót. Harkalegum yfirheyrsluaðferðum var beitt ítrekað gagnvart hverjum þeim sem talinn var hafa komið að hryðjuverkunum með einum eða öðrum hætti. Al-Shibh segist hafa verið pyntaður ítrekað. Hann segist hafa verið neyddur til að standa nakinn í allt að þrjá daga í senn. Fangaverðir hafi passað upp á að hann gæti ekki sofnað með því að skvetta köldu vatni á hann í loftkældum klefanum. Svefnleysið og líkamlegar árásir eru taldar hafa valdið honum miklum andlegum skaða, mögulega óafturkræfum. Fimmmenningarnir voru allir pyntaðir ítrekað af CIA en leyniþjónustan segist hafa hætt að beita pyntingaraðferðunum árið 2009. Rannsókn öldungadeildar Bandaríkjaþings leiddi síðar í ljós að pyntingarnar hefðu litlum upplýsingum skilað.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira