Ófær um að mæta í dómsal vegna pyntinga CIA Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. september 2023 23:31 Maðurinn er talinn ósakhæfur að svo stöddu vegna pyntinga CIA. AP/Brandon Jemenskur maður sem hefur verið í haldi síðustu ár vegna grunaðra tengsla við hryðjuverkin á Tvíburaturnana í New York er ófær um að mæta fyrir dóm vegna geðtruflana. Bandaríska leyniþjónustan pyntaði manninn mikið í kjölfar handtöku og er talið að hann hafi orðið veikur á geði við pyntingarnar. Maðurinn Ramzi bin al-Shibh er einn fimmmenninga sem hafa verið í haldi bandarískra yfirvalda í um tuttugu ár vegna meintra tengsla við hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001. Hann er talinn hafa tekið þátt í skipulagningu ódæðisins. Næstum því þrjú þúsund manns létust í árásunum. Maðurinn hefur setið í fangelsinu á Guantanamo Bay í langan tíma og er einn fárra sem þar eru enn eftir. Læknar greindu hann nýlega með áfallastreituröskun og geðtruflanir. Hann er því talinn ósakhæfur í augnablikinu, enda þýðir lítið að draga hann fyrir dóm vegna ástandsins, að sögn Guardian. Réttarhöld yfir fimmmenningunum munu því halda áfram að honum fjarstöddum. Leyniþjónustan beitti ýmsum brögðum eftir hryðjuverkin árið 2001. Bandaríkjaforseti fyrirskipaði innrás í Írak og Afganistan og fangelsinu, Guantanamo Bay, var komið á fót. Harkalegum yfirheyrsluaðferðum var beitt ítrekað gagnvart hverjum þeim sem talinn var hafa komið að hryðjuverkunum með einum eða öðrum hætti. Al-Shibh segist hafa verið pyntaður ítrekað. Hann segist hafa verið neyddur til að standa nakinn í allt að þrjá daga í senn. Fangaverðir hafi passað upp á að hann gæti ekki sofnað með því að skvetta köldu vatni á hann í loftkældum klefanum. Svefnleysið og líkamlegar árásir eru taldar hafa valdið honum miklum andlegum skaða, mögulega óafturkræfum. Fimmmenningarnir voru allir pyntaðir ítrekað af CIA en leyniþjónustan segist hafa hætt að beita pyntingaraðferðunum árið 2009. Rannsókn öldungadeildar Bandaríkjaþings leiddi síðar í ljós að pyntingarnar hefðu litlum upplýsingum skilað. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira
Maðurinn Ramzi bin al-Shibh er einn fimmmenninga sem hafa verið í haldi bandarískra yfirvalda í um tuttugu ár vegna meintra tengsla við hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001. Hann er talinn hafa tekið þátt í skipulagningu ódæðisins. Næstum því þrjú þúsund manns létust í árásunum. Maðurinn hefur setið í fangelsinu á Guantanamo Bay í langan tíma og er einn fárra sem þar eru enn eftir. Læknar greindu hann nýlega með áfallastreituröskun og geðtruflanir. Hann er því talinn ósakhæfur í augnablikinu, enda þýðir lítið að draga hann fyrir dóm vegna ástandsins, að sögn Guardian. Réttarhöld yfir fimmmenningunum munu því halda áfram að honum fjarstöddum. Leyniþjónustan beitti ýmsum brögðum eftir hryðjuverkin árið 2001. Bandaríkjaforseti fyrirskipaði innrás í Írak og Afganistan og fangelsinu, Guantanamo Bay, var komið á fót. Harkalegum yfirheyrsluaðferðum var beitt ítrekað gagnvart hverjum þeim sem talinn var hafa komið að hryðjuverkunum með einum eða öðrum hætti. Al-Shibh segist hafa verið pyntaður ítrekað. Hann segist hafa verið neyddur til að standa nakinn í allt að þrjá daga í senn. Fangaverðir hafi passað upp á að hann gæti ekki sofnað með því að skvetta köldu vatni á hann í loftkældum klefanum. Svefnleysið og líkamlegar árásir eru taldar hafa valdið honum miklum andlegum skaða, mögulega óafturkræfum. Fimmmenningarnir voru allir pyntaðir ítrekað af CIA en leyniþjónustan segist hafa hætt að beita pyntingaraðferðunum árið 2009. Rannsókn öldungadeildar Bandaríkjaþings leiddi síðar í ljós að pyntingarnar hefðu litlum upplýsingum skilað.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira