„Geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju, hent okkur ofan í og mokað yfir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 20:01 Theódór Óskarsson segir það fráleitt ef loka eigi félagsheimilinu. Vísir/Einar Eldri borgarar í Árbænum eru uggandi yfir orðrómi um hugsanlega lokun félagsmiðstöðvar þeirra. Borgarfulltrúi minnihlutans segir fráleitt eigi þetta við rök að styðjast og kallar eftir betri upplýsingagjöf frá velferðarsviði. Fyrir helgi greindi Morgunblaðið frá neyðarkalli eldri borgara í Árbænum vegna þess sem þeir kalla „síendurteknar hótanir“ frá borginni um að loka eigi félagsmiðstöðinni við Hraunbæ 105. Daginn eftir svaraði leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og sagði að ekki væri unnið að neinu slíku hjá öldrunarsviði. Engin áform væru um að breyta félagsmiðstöðinni í skrifstofuhúsnæði. Björn Gíslason, Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, frétti af áhyggjum eldri borgaranna og fundaði með þeim í fyrradag. Er hann skoðaði málið komst hann að því að starfshópur innan velferðarsviðs væri að skoða félagsmiðstöðvar borgarinnar heildrænt. Mögulega ætti að breyta miðstöðinni í Árbæ í samfélagsmiðstöð. Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur hópurinn það hlutverk að kortleggja húsakynni og starfsemi félagsmiðstöðva borgarinnar. Á hópurinn að skoða hvort þau henti sem samfélagshús og koma jafnframt með tillögur um framtíðarnýtingu húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsstarf. Björn segir starfshópinn valda ugg meðal þeirra sem mæta í félagsmiðstöðina. „Fólkið var kvíðið, það verður bara að segja eins og er. Þetta er mikið mál fyrir íbúana því við viljum að fólk sé sem lengst heima, þá er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona félagsmiðstöð eins og her í Hraunbæ 105. Þetta er mikið lýðheilsumál. Þannig þetta er algjörlega fráleit hugmynd, ef þessi sparnaðaráform eiga að vera þannig að það eigi að fara loka eða sameina einhverjar frístundamiðstöðvar, það er ekki inni í myndinni í mínum huga. Þetta er sá flokkur sem síst á að spara í, við viljum að fólk sé sem lengst heima,“ segir Björn. Prjónaklúbbur hittist vikulega í félagsheimilinu.Vísir/Einar Hann segir íbúa þurfa að fá meiri upplýsingar frá borginni svo það lifi ekki í þessum ótta. Theódór Óskarsson er einn Árbæinga sem sækir miðstöðina í gríð og erg. Hann býr í Hraunbæ 103, blokk sem er samtengd félagsmiðstöðinni en meðalaldurinn í húsinu er 84 ár. Hann óttast að Árbæingum verði gert að ferðast í Grafarvog til þess að komast í félagsmiðstöð. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort menn með göngugrindur, hækjur og hjólastóla. Fara að sækja þetta í Grafarvog. Það fer enginn. Þeir geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju og hent okkur þar ofan í og mokað yfir,“ segir Theódór. Eldri borgarar Reykjavík Félagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fyrir helgi greindi Morgunblaðið frá neyðarkalli eldri borgara í Árbænum vegna þess sem þeir kalla „síendurteknar hótanir“ frá borginni um að loka eigi félagsmiðstöðinni við Hraunbæ 105. Daginn eftir svaraði leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og sagði að ekki væri unnið að neinu slíku hjá öldrunarsviði. Engin áform væru um að breyta félagsmiðstöðinni í skrifstofuhúsnæði. Björn Gíslason, Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, frétti af áhyggjum eldri borgaranna og fundaði með þeim í fyrradag. Er hann skoðaði málið komst hann að því að starfshópur innan velferðarsviðs væri að skoða félagsmiðstöðvar borgarinnar heildrænt. Mögulega ætti að breyta miðstöðinni í Árbæ í samfélagsmiðstöð. Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur hópurinn það hlutverk að kortleggja húsakynni og starfsemi félagsmiðstöðva borgarinnar. Á hópurinn að skoða hvort þau henti sem samfélagshús og koma jafnframt með tillögur um framtíðarnýtingu húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsstarf. Björn segir starfshópinn valda ugg meðal þeirra sem mæta í félagsmiðstöðina. „Fólkið var kvíðið, það verður bara að segja eins og er. Þetta er mikið mál fyrir íbúana því við viljum að fólk sé sem lengst heima, þá er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona félagsmiðstöð eins og her í Hraunbæ 105. Þetta er mikið lýðheilsumál. Þannig þetta er algjörlega fráleit hugmynd, ef þessi sparnaðaráform eiga að vera þannig að það eigi að fara loka eða sameina einhverjar frístundamiðstöðvar, það er ekki inni í myndinni í mínum huga. Þetta er sá flokkur sem síst á að spara í, við viljum að fólk sé sem lengst heima,“ segir Björn. Prjónaklúbbur hittist vikulega í félagsheimilinu.Vísir/Einar Hann segir íbúa þurfa að fá meiri upplýsingar frá borginni svo það lifi ekki í þessum ótta. Theódór Óskarsson er einn Árbæinga sem sækir miðstöðina í gríð og erg. Hann býr í Hraunbæ 103, blokk sem er samtengd félagsmiðstöðinni en meðalaldurinn í húsinu er 84 ár. Hann óttast að Árbæingum verði gert að ferðast í Grafarvog til þess að komast í félagsmiðstöð. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort menn með göngugrindur, hækjur og hjólastóla. Fara að sækja þetta í Grafarvog. Það fer enginn. Þeir geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju og hent okkur þar ofan í og mokað yfir,“ segir Theódór.
Eldri borgarar Reykjavík Félagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira