„Geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju, hent okkur ofan í og mokað yfir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 20:01 Theódór Óskarsson segir það fráleitt ef loka eigi félagsheimilinu. Vísir/Einar Eldri borgarar í Árbænum eru uggandi yfir orðrómi um hugsanlega lokun félagsmiðstöðvar þeirra. Borgarfulltrúi minnihlutans segir fráleitt eigi þetta við rök að styðjast og kallar eftir betri upplýsingagjöf frá velferðarsviði. Fyrir helgi greindi Morgunblaðið frá neyðarkalli eldri borgara í Árbænum vegna þess sem þeir kalla „síendurteknar hótanir“ frá borginni um að loka eigi félagsmiðstöðinni við Hraunbæ 105. Daginn eftir svaraði leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og sagði að ekki væri unnið að neinu slíku hjá öldrunarsviði. Engin áform væru um að breyta félagsmiðstöðinni í skrifstofuhúsnæði. Björn Gíslason, Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, frétti af áhyggjum eldri borgaranna og fundaði með þeim í fyrradag. Er hann skoðaði málið komst hann að því að starfshópur innan velferðarsviðs væri að skoða félagsmiðstöðvar borgarinnar heildrænt. Mögulega ætti að breyta miðstöðinni í Árbæ í samfélagsmiðstöð. Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur hópurinn það hlutverk að kortleggja húsakynni og starfsemi félagsmiðstöðva borgarinnar. Á hópurinn að skoða hvort þau henti sem samfélagshús og koma jafnframt með tillögur um framtíðarnýtingu húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsstarf. Björn segir starfshópinn valda ugg meðal þeirra sem mæta í félagsmiðstöðina. „Fólkið var kvíðið, það verður bara að segja eins og er. Þetta er mikið mál fyrir íbúana því við viljum að fólk sé sem lengst heima, þá er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona félagsmiðstöð eins og her í Hraunbæ 105. Þetta er mikið lýðheilsumál. Þannig þetta er algjörlega fráleit hugmynd, ef þessi sparnaðaráform eiga að vera þannig að það eigi að fara loka eða sameina einhverjar frístundamiðstöðvar, það er ekki inni í myndinni í mínum huga. Þetta er sá flokkur sem síst á að spara í, við viljum að fólk sé sem lengst heima,“ segir Björn. Prjónaklúbbur hittist vikulega í félagsheimilinu.Vísir/Einar Hann segir íbúa þurfa að fá meiri upplýsingar frá borginni svo það lifi ekki í þessum ótta. Theódór Óskarsson er einn Árbæinga sem sækir miðstöðina í gríð og erg. Hann býr í Hraunbæ 103, blokk sem er samtengd félagsmiðstöðinni en meðalaldurinn í húsinu er 84 ár. Hann óttast að Árbæingum verði gert að ferðast í Grafarvog til þess að komast í félagsmiðstöð. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort menn með göngugrindur, hækjur og hjólastóla. Fara að sækja þetta í Grafarvog. Það fer enginn. Þeir geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju og hent okkur þar ofan í og mokað yfir,“ segir Theódór. Eldri borgarar Reykjavík Félagsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Fyrir helgi greindi Morgunblaðið frá neyðarkalli eldri borgara í Árbænum vegna þess sem þeir kalla „síendurteknar hótanir“ frá borginni um að loka eigi félagsmiðstöðinni við Hraunbæ 105. Daginn eftir svaraði leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og sagði að ekki væri unnið að neinu slíku hjá öldrunarsviði. Engin áform væru um að breyta félagsmiðstöðinni í skrifstofuhúsnæði. Björn Gíslason, Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, frétti af áhyggjum eldri borgaranna og fundaði með þeim í fyrradag. Er hann skoðaði málið komst hann að því að starfshópur innan velferðarsviðs væri að skoða félagsmiðstöðvar borgarinnar heildrænt. Mögulega ætti að breyta miðstöðinni í Árbæ í samfélagsmiðstöð. Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur hópurinn það hlutverk að kortleggja húsakynni og starfsemi félagsmiðstöðva borgarinnar. Á hópurinn að skoða hvort þau henti sem samfélagshús og koma jafnframt með tillögur um framtíðarnýtingu húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsstarf. Björn segir starfshópinn valda ugg meðal þeirra sem mæta í félagsmiðstöðina. „Fólkið var kvíðið, það verður bara að segja eins og er. Þetta er mikið mál fyrir íbúana því við viljum að fólk sé sem lengst heima, þá er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona félagsmiðstöð eins og her í Hraunbæ 105. Þetta er mikið lýðheilsumál. Þannig þetta er algjörlega fráleit hugmynd, ef þessi sparnaðaráform eiga að vera þannig að það eigi að fara loka eða sameina einhverjar frístundamiðstöðvar, það er ekki inni í myndinni í mínum huga. Þetta er sá flokkur sem síst á að spara í, við viljum að fólk sé sem lengst heima,“ segir Björn. Prjónaklúbbur hittist vikulega í félagsheimilinu.Vísir/Einar Hann segir íbúa þurfa að fá meiri upplýsingar frá borginni svo það lifi ekki í þessum ótta. Theódór Óskarsson er einn Árbæinga sem sækir miðstöðina í gríð og erg. Hann býr í Hraunbæ 103, blokk sem er samtengd félagsmiðstöðinni en meðalaldurinn í húsinu er 84 ár. Hann óttast að Árbæingum verði gert að ferðast í Grafarvog til þess að komast í félagsmiðstöð. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort menn með göngugrindur, hækjur og hjólastóla. Fara að sækja þetta í Grafarvog. Það fer enginn. Þeir geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju og hent okkur þar ofan í og mokað yfir,“ segir Theódór.
Eldri borgarar Reykjavík Félagsmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira