Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða Anna Lilja Björnsdóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifa 22. september 2023 14:01 Nýlega hófst fjórði og síðasti hluti vitundarvakningar Jafnréttisstofu, Meinlaust, í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum. Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif. Viðbrögðin við fjórða hluta Meinlaust hafa ekki látið á sér standa og aldrei hefur borið jafn mikið á hatursorðræðu og fordómum meðan á vitundarvakningunni hefur staðið, sem sýnir mikilvægi umræðunnar og varpar ljósi á vandamálið. Mörg ummælanna við myndasögurnar hafa borið merki haturorðræðu, þau eru niðurlægjandi og meiðandi og hafa jafnvel valdið kvíða og hræðslu. Rannsóknir hafa sýnt að hatursorðræða getur einnig leitt til þunglyndis, lélegrar sjálfsmyndar, svefnvandamála og einbeitingarskorts. Þau sem verða fyrir henni þurfa jafnvel að draga sig úr aðstæðum vegna álagsins sem henni fylgir, t.d. opinberri umræðu og þátttöku í félagastarfi. Þegar hatursorðræða er endurtekin þá er hún jarðvegur fordóma sem geta varað lengi. Þannig viðhelst útskúfunin, jaðarsetningin og niðurlægingin sem í verstu tilfellunum festir rætur og viðhorfin gagnvart hópunum verða almenn og viðurkennd. Rétt er að geta þess að mörg viðbragðanna hafa einnig verið mjög góð þar sem fólk hefur speglað sína eigin hegðun í myndunum og opnað augun fyrir því að sumt sem virkar í fyrstu meinlaust, jafnvel hrós eða góðlátleg athugasemd, getur verið skaðlegt fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og flokkast sem öráreitni. Þannig getur hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd sem er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér aukið álagið á hópinn og gert jaðarstöðuna áþreifanlega. Sá fjöldi neikvæðra viðbragða núna þar sem kynþáttafordómar leka upp á yfirborðið í athugasemdum við myndirnar sem eru byggðar á sönnum frásögnum hafa komið aðstandendum Meinlaust á óvart. Þegar hatursorðræða verður slík að hún yfirtekur tjáningarfrelsið þá er lýðræðið í hættu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa margar fjölbreyttar raddir að heyrast. Það breytist ekkert ef við lokum augunum fyrir hatri, fordómum og öráreitni. Opnum augun og stöndum saman! Höfundar eru sérfræðingar á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýlega hófst fjórði og síðasti hluti vitundarvakningar Jafnréttisstofu, Meinlaust, í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum. Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif. Viðbrögðin við fjórða hluta Meinlaust hafa ekki látið á sér standa og aldrei hefur borið jafn mikið á hatursorðræðu og fordómum meðan á vitundarvakningunni hefur staðið, sem sýnir mikilvægi umræðunnar og varpar ljósi á vandamálið. Mörg ummælanna við myndasögurnar hafa borið merki haturorðræðu, þau eru niðurlægjandi og meiðandi og hafa jafnvel valdið kvíða og hræðslu. Rannsóknir hafa sýnt að hatursorðræða getur einnig leitt til þunglyndis, lélegrar sjálfsmyndar, svefnvandamála og einbeitingarskorts. Þau sem verða fyrir henni þurfa jafnvel að draga sig úr aðstæðum vegna álagsins sem henni fylgir, t.d. opinberri umræðu og þátttöku í félagastarfi. Þegar hatursorðræða er endurtekin þá er hún jarðvegur fordóma sem geta varað lengi. Þannig viðhelst útskúfunin, jaðarsetningin og niðurlægingin sem í verstu tilfellunum festir rætur og viðhorfin gagnvart hópunum verða almenn og viðurkennd. Rétt er að geta þess að mörg viðbragðanna hafa einnig verið mjög góð þar sem fólk hefur speglað sína eigin hegðun í myndunum og opnað augun fyrir því að sumt sem virkar í fyrstu meinlaust, jafnvel hrós eða góðlátleg athugasemd, getur verið skaðlegt fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og flokkast sem öráreitni. Þannig getur hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd sem er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér aukið álagið á hópinn og gert jaðarstöðuna áþreifanlega. Sá fjöldi neikvæðra viðbragða núna þar sem kynþáttafordómar leka upp á yfirborðið í athugasemdum við myndirnar sem eru byggðar á sönnum frásögnum hafa komið aðstandendum Meinlaust á óvart. Þegar hatursorðræða verður slík að hún yfirtekur tjáningarfrelsið þá er lýðræðið í hættu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa margar fjölbreyttar raddir að heyrast. Það breytist ekkert ef við lokum augunum fyrir hatri, fordómum og öráreitni. Opnum augun og stöndum saman! Höfundar eru sérfræðingar á Jafnréttisstofu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun